Farfalle með silungi og villisveppum

farfalle_con_trota_salmonata_e_funghi_porcini-zoom                      farfalle_65_5https://www.ss.is00g_dx_int

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  20mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  510Kcal – 2134Kj
 Prótín 31g
 Kolvetni 68g
 Fita 12g

efni_magn2

 Farfalle                              350 g
Silungsflök                          350 g 
Ferskur kóngssveppur      200 g
Jómfrúarólífuolía                  20 g 
Hvítlaukur                            1 rif
Basilíka                          1 lítil tsk
Salt                           eftir smekk
Pipar                         eftir smekk

adferd2

1. Pressið eitt hvítlauksrif og léttsteikið það í olíu. Látið það steikjast í nokkrar mínútur.

2. Þvoið sveppinn og skerið hann í þunnar sneiðar. Léttsteikið þær í olíu. Bragðbætið með salti og pipar og takið pönnuna af hellunni.

3. Skerið silungsflökin í litla bita. Sjóðið þau í olíunni og bætið sveppunum út í.

4. Sjóðið Farfalle Barilla í miklu, söltu vatni, hellið vatninu af og setjið það út í sósuna. Hitið þetta allt á pönnunni í nokkrar mínútur. Skreytið með basilíku og berið fram.

kokksins2

Látið silunginn ekki vera of lengi á pönnunni, nokkrar sekúndur nægja.


 



 

Farfalle með púrrulauk og hvítlauk

 farfalle_con_porri_e_zucchine-zoom                farfalle_65_5https://www.ss.is00g_dx_int

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  30mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  613Kcal – 2564Kj
 Prótín 15g
 Kolvetni 77g
 Fita 28g

efni_magn2

Farfalle                              350 g
Kúrbítur                              250 g 
Púrrulaukur                        200 g
Pecorino (rómanskur)         20 g
Smjör                                   10 g
Rjómi                                100 ml
Kirsuberjatómatar              8 stk
Hvítlaukur                            1 rif
Jómfrúarólífuolía    4 matskeiðar 
Óreganó                    eftir smekk
Þurrt hvítvín               eftir smekk
Salt                            eftir smekk
Pipar                          eftir smekk

adferd2

1. Afhýðið kúrbítinn og skerið húðina í þunnar ræmur. Skerið innsta hlutann af kúrbítnum í teninga. Skerið helminginn af púrrulauknum í ræmur og hinn helminginn í litla bita.

2. Léttsteikið pressað hvítlauksrif í þremur matskeiðum af olíu á stórri pönnu. Bætið út í kúrbítnum í ræmunum og púrrunni. Bragðbætið með salt og pipar. Steikið á miklum hita í nokkrar mínútur. Bætið svolitlu vatni út í.

3. Dýfið kirsuberjatómötunum í sjóðandi vatn, afhýðið þá og fjarlægið fræin. Skerið tómatana í báta og steikið þá í mjög stuttan tíma á annarri pönnu með dálítilli olíu, salti og óreganó.

4. Léttsteikið skorna kúrbítinn og púrruna á annarri pönnu með smjöri. Hellið hvítvíninu yfir og bætið við salti og rjóma. Setjið grænmetið sem þið hafið skorið í teninga í matvinnsluvél þegar kúrbíturinn er soðinn. Þetta á að verða að jöfnu mauki. Bætið grænmetinu sem er í ræmum og tómötunum í sósuna.

5. Sjóðið Farfalle Barilla „al dente“ í miklu, söltu vatni. Hellið vatninu af og blandið því út í sósuna á pönnunni. Skreytið með pecorino-ostsneiðum. Berið fram.

kokksins2

Þið getið notað parmesanost í sneiðum í staðinn fyrir pecorino-ostinn ef þið viljið fá mildara bragð.
 


 



 

Spaghetti alla carbornara

spaghetti_alla_carbonara-zoom         spaghetti_5_5https://www.ss.is00g_dx_ltd

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  30 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  517Kcal – 2161Kj
 Prótín 24g
 Kolvetni  67g
 Fita  16g

efni_magn2

Spaghetti                     350 g
Beikon                         100 g 
Parmesanostur             50 g
Jómfrúarólífuolía           20 g
Eggjarauður                 2 stk
Heil egg                        2 stk
Salt                    eftir smekk
Svartur pipar     eftir smekk

adferd2

1. Skerið beikonið í þunnar ræmur. Setjið olíuna á pönnuna og beikonið út í. Léttsteikið. Þeytið tvo heil egg og salt í skál. Bætið út í tveimur eggjarauðum, pipar og parmesanosti.

2. Sjóðið í millitíðinni Spaghetti Barilla „al dente“ í miklu, sjóðandi vatni. Bætið beikoninu út í og berið fram.https://www.ss.is

kokksins2

Þið getið skreytt þetta með svolitlu af fínsaxaðri steinselju áður en þið berið það fram. 


 



 

Penne Rigate með sveppum og beikoni

penne_rigate_con_funghi_e_pancetta-zoom                     penne_rigate_73_5https://www.ss.is00g_dx_ltd 

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  15 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  440Kcal – 1840Kj
 Prótín 19g
 Kolvetni  71g
 Fita  9g

efni_magn2

Penne Rigate            350 g
Blandaðir sveppir     300 g 
Reykt beikon             150 g
Skalottlaukur             2 stk 
Jómfrúarólífuolía       1 matskeið
Steinselja                  3 matskeiðar

adferd2

1. Skerið beikonið í teninga. Léttsteikið í olíu á pönnunni. Notið afganginn af olíunni til að léttsteikja saxaðan skalottlaukinn. Bætið út í grófskornum sveppum og steinselju. Hellið yfir   svolitlu af suðuvatninu og látið malla í u.þ.b. 5 mínútur

2. Sjóðið Penne Rigate Barilla „al dente“ í miklu, söltu vatni. Bætið sósunni út í pastað og berið fram.https://www.ss.is

kokksins2

Ef þið viljið stytta tímann getið þið notað eina krukku af Sugo ai Funghi Barilla (sveppasósu) sem þið blandið saman við steikt beikon áður en þið berið fram.


 



 

Mafaldine eða Papardelle með ansjósum og hvítlauk

pappardelle_con_aglio_olio_e_acciughe-zoom                          coll_mafaldihttps://www.ss.isne_sx_500g

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  10 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  347Kcal – 1451Kj
 Prótín 11g
 Kolvetni  47g
 Fita  13g

efni_magn2

Pappardelle eða Mafaldine     250 g     Notið eggjapasta
Ansjósuflök                              25 g 
Hvítlaukur                                 3 rif
Jómfrúarólífuolía         4 matskeiðar
Steinselja                       1 matskeið
Salt                               eftir smekk 
Pipar                             eftir smekk

adferd2

1. Hakkið hvítlaukinn og léttsteikið hann í olíu. Bætið út í niðurskorinni ansjósu og takið pönnuna af hellunni.

2. Sjóðið pastað  í miklu, söltu vatni. Bætið út í olíu, hvítlauk og ansjósum. Hellið yfir dálitlu af suðuvatninu af pastanu. Skreytið með saxaðri steinselju.

kokksins2

Þetta verður sérstaklega aðlaðandi ef þið bakið 15 kirsuberjatómata í ofninum og setjið þá í pastað.