Tagliatelle með hráskinku og rúkólasalati

tagliatelle_con_prosciutto_crudo_e_rucola-zoom                 coll_tagliatelhttps://www.ss.isle_dx_500g

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  Tuttugu mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  531Kcal – 2222Kj
 Prótín 20g
 Kolvetni  47g
 Fita  29g

efni_magn2

Tagliatelle all‘Uovo    250 g
Parmaskinka               150 g
Parmesanostur           60 g
Smjör                          20g
Skalottlaukur              1 stk
Jómfrúarólífuolía       3 matskeiðar
Rúkólasalat               1 lítið knippi
Svartur pipar             eftir smekk 

adferd2

1. Skolið og fínhakkið skalottlaukinn.

2. Léttsteikið hann á vægum hita á pönnu í u.þ.b. 2-3 mínútur.

3. Skerið skinkuna í ræmur. Leggið hana á pönnuna. Bragðbætið með pipar og slökkvið á hellunni eftir 1 mínútu.

4. Sjóðið á meðan Tagliatelle all‘Uovo Barilla „al dente“ í miklu, söltu vatni. Hellið vatninu af og blandið pastanu saman við sósuna á pönnunni. Bætið loks rúkólasalatinu við, það á að vera næstum hrátt og stökkt.

5. Bætið út í svolitlu af smjöri og stráið parmesanosti yfir. Beriðhttps://www.ss.is fram.

kokksins2

 Þið getið skipt hráskinkunni út fyrir aðra skinku til að fá mildara bragð eða notað beikon ef þið viljið fá sterkara bragð.


 



 

Fusili með spergil og skinku

fusilli_con_asparagi_e_prosciutto-zoom                  fusilli_https://www.ss.is98_500g_dx

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  30 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  477Kcal – 1914Kj
 Prótín 27g
 Kolvetni  64g
 Fita  13g

efni_magn2

Fusilli   –   350 g
Soðin skinka –    200 g
Grænn spergill  –   150 g
Spergilendar  –   150g
Parmesanostur  –     50g
Smjör   –     25g
Graslaukur   –    1 knippi
Salt  –    eftir smekk 
Pipar  –    eftir smekk

adferd2

1. Skerið spergilstilkana í ræmur, geymið endana. Sjóðið í söltu vatni í 5 mínútur.

2. Skerið laukinn í ræmur og léttsteikið hann í smjörinu, bætið skinkunni og spergilendunum út í.

3. Sjóðið Fusilli Barilla „al dente“ í miklu, söltu vatni. Hellið vatninu af og setjið spergilinn og skinkuna út í pastað. Skreytið með spergilendunum og stráið parmesanostinum yfir.

4. Skreytið með grahttps://www.ss.isslauk.

kokksins2

  Til að grænmetið haldi litnum á að sjóða það í söltu vatni án loks.


 



 

Spaghetti með rækjum á linsubaunabeði

bavette_con_asparagi_e_gamberi_su_passatina_di_lenticchie-zoom       spaghetti_5_5https://www.ss.is00g_dx_ltd

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Meðal
 Tími  30 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  567Kcal – 2371Kj
 Prótín 30g
 Kolvetni  83g
 Fita  13g

efni_magn2

Spaghetti  –   350 g
Rækjur  –      200 g
Grænn spergill     150 g
Linsubaunir     100 g
Jómfrúarólífuolía      40 g
Rósmarín     1 knippi
Salvía      1 knippi 
Salt      eftir smekk
Rjómi      100 g
Hvítur pipar     eftir smekk

  

adferd2

1. Svissið rækjurnar létt í olíu. Útbúið linsubaunastöppuna: Hitið rjómann, bætið baununum út í og bragðbætið með salt og pipar. Sjóðið í 5 mínútur. Setjið þetta í matvinnsluvélina. Síið.

2. Hreinsið spergilinn og fjarlægið harðasta hluta stilksins. Sjóðið í þrjár mínútur í söltu vatni. Skerið síðan spergilinn í sneiðar. Bætið rækjunum út í linsubaunastöppuna.

3. Sjóðið Bavette Barilla „al dente“ í miklu söltu vatni og bætið því í sósuna. Grófhakkið rósmarínið og salvíuna og bætið því út í ólífuolíuna og setjið yfir pastað rétt áður en það er borið fram.

kokksins2

Til að fá sérstaklega gott bragð af rækjunum getið þið bætt út í svolítið af bisque (sterkri skeldýrssósu)
alveg í lokin. Svona útbúið þið bisque: Svissið gulrót, sellerí og lauk í olíu, bætið rækjuhausunum út í og
einu glasi af vatni og sjóðið í 20 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar, síið þetta í sigti og hellið sósunni yfir rækjurnar.


 



 

Lasagne með skinku og kúrbít

lasagne_con_prosciutto_cotto_e_zucchine-zoom             coll_lasagne_uohttps://www.ss.isvo_dx_500g

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  30 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  310 Kkal – 1296Kj
 Prótín 18g
 Kolvetni  32g
 Fita  12g

efni_magn2

Lasagne     10 stk blöð
Kúrbítur      200 g
Soðin skinka     150 g
Smjör        50 g
Hveiti        50 g
Nýmjólk      900 ml
Múskat      1 klípa 
Jómfrúarólífuolía    2 matskeiðar
Parmesanostur     3 matskeiðar
Salt      eftir smekk 
Pipar      eftir smekk

adferd2

1. Skerið kúrbítinn og skinkuna í bita. Léttsteikið skinkuna í olíu, bætið kúrbítnum út í og látið þetta malla í 4 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar.

2. Bræðið smjörið á annarri pönnu. Bætið við hveitinu, volgri mjólk, múskati og salti. Hrærið í þessu meðan þið náið upp suðu til að forðast að það myndist kekkir í sósunni.

3. Smyrjið form og hyljið botninn með hvítri sósu. Dreifið kúrbíts- og skinkublöndunni yfir. Hyljið með tveimur plötum af Lasagne Barilla. Endurtakið þetta með grænmetisblöndunni, hvítri sósu og rifnum parmesanosti þar til þið eruð komin með fimm lög. Þetta á að bakast í ofni á 220 gráðum í u.þ.b. 20 mínútur.

kokksins2

Ef þið viljið getið þið bætt steiktum sveppum við.


 



 

Spaghetti með fersku grænmeti osti

capellini_con_verdure_al_pecorino-zoom       spaghetti_5_5https://www.ss.is00g_dx_ltd

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  25 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  467Kcal – 1952Kj
 Prótín 14,7g
 Kolvetni  63,4g
 Fita  14,9g

efni_magn2

Spaghetti-    350 g
Kúrbítur –      150 g
Gulrætur –     100 g
Kirsuberjatómatar –    100 g
Grænt spergilkál  –    80 g
Pecorino (ostur)  –     40 g
Jómfrúarólífuolía  –  3 matskeiðar
Fersk mynta –    eftir smekk
Salt  –    eftir smekk 
Pipar  –    eftir smekk


 

adferd2

Aðferð

1. Setjið kúrbítinn á pönnu með einni matskeið af olíu og síðan gulræturnar í 1 mínútu. Takið pönnuna af hellunni.

2. Sjóðið spergilkálið í söltu vatni í 2 mínútur.

3. Sjóðið spaghetti „al dente“ í miklu, söltu vatni, setjið allt grænmetið út í ásamt svolítilli ólífuolíu.

4. Berið fram með ferskri myntu og pecorino-osti í sneiðum.  Það má nota ferskan parmesan ost í minna magni.

kokksins2

Það má sjóða spergilkálið í vatninu af pastanu. Þá verðið þið að bíða í nokkrar mínútur áður en þið hellið vatninu af.