Kveld-Úlfur, höfðingi í Noregi með ásamt sonum sínum
Skalla-Grími og Þórólfi.

Þórólfur var hárprúður, laglegur og þótti mikill gleðimaður.
Kveld-Úlfi og Skallgrími var líst sem „ljótum“ – sköllóttir og erfiðir
í skapi.

þorramatur

Matur, sem í dag er kallaður þorramatur, er hefðbundinn íslenskur matur sem áður var borðaður allt árið um kring en er nú fyrst og fremst snæddur á þorranum. Sú hefð að snæða þorramat á þessum árstíma skapaðist upp úr miðri síðustu öld, þegar svokölluð þorrablót ruddu sér til rúms.  En á þorrablótum kemur fólk saman, snæðir þorramat og nýtur skemmtunar. Þessi matur er oftast verkaðar með gömlum aðferðum og borinn fram niðursneiddur í trogum.

SS bíður upp á fjölbreytt úrval af gómsætum þorramat, jafnt súrum sem ósúrum.

Endilega kynnið ykkur úrvalið frekar með því að smella á hnappana hér fyrir ofan.

Haraldur hárfagri hrakti marga höfðingja á flótta
frá Noregi og þar á meðal voru Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur, faðir
Egils Skallagrímssonar sem gerðust landnámsmenn á Íslandi.

Egill Skallagrímsson er lýst í Egilssögu sem óvenju
bráðþroska, 3 vetra var hann sterkur eins og 6-7
vetra drengir

Egilssaga

Egilssaga Skallagrímssonar er ein af þekktustu íslendingasögunum. Hún fjallar um Egil sem er sonur landnámsmannsins Skallagríms Kveldúlfssonar. Egill er litríkur persónuleiki; hann er einstaklega bráðþroska sem barn, þykir ekki laglegur, er lýst sem hálfgerðu trölli. Hann er manna sterkastur, göldróttur og stórkostlegt skáld. Fyrst og fremst er hann ekta víkingur, fégjarn og grimmur. Sagan segir svo af lífi hans, öllum hans víkingaferðum þar í útlöndum þar sem hann rænir fé, drepur og eyðileggur eins og víkinga var siður. Egla gerist að stórum hluta í þessum ferðum og er ein grimmilegasta íslendingasagan.

Egill var afar ódæll, og sagan segir frá því þegar hann stalst í veislu
3 vetra í óþökk föður sins, drakk þar öl og skemmti mönnum með vísnagerð

súrmatur

Súrsun er aldagömul aðferð til að geyma og verka matvæli. Aðferðin varð m.a. til vegna saltskorts í landinu fyrr á öldum. Slátrað var á haustin og maturinn sem til féll þurfti að endast til næsta hausts. Súrmatur er auðmeltanlegur og hollur vegna vítamína og steinefna sem síast úr mysunni yfir í súrmatinn.

Fagmenn SS leggja mikinn metnað í framleiðslu á súrmat og er hvergi til sparað. Í september eru sérvaldar kjötvörur soðnar og settar í kör með skyrmysu og geymdar í kæli. Reglulega er fylgst með sýrustiginu á skyrmysunni og skipt um mysu þegar virkni hennar minnkar. Að jafnaði er skipt um mysu fimm sinnum fram til janúar er varan er tilbúin til sölu. Framleiðsla á góðum súrmat er list og byggir á stöðluðum aðferðum en einnig tilfinningu þeirra sem að henni koma. Það er alltaf spenna þegar lokaafurðin er smökkuð áður en hún fer á markað.

Súrmatur er órjúfanlegur hluti þorramatar en fjölmargir kunna þó vel að meta góðgætið allt árið um kring. Súrsaður matur tilheyrir þjóðlegri matarhefð Íslendinga og það er gaman fyrir unga fólkið að læra að borða matinn sem hélt lífinu í íslenskri þjóð í gegnum aldirnar. SS súrsar hrútspunga, lundabagga, lifrapylsu, blóðmör, bringukolla og sviðasultu.

Þorrablót

Þorrablót er íslensk veisla sem haldin er á þorra með þjóðlegum gamaldags mat, drykk og siðum. Þorrablótin eiga upptök sín að rekja til íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn rétt fyrir aldamótin 1900. Þeir héldu saman veislu og minnstust gömlu goðana í þakklætiskyni fyrir fornöldina. Veislusalurinn var búinn fornum goðum, skjaldarmerkjum og öndvegissúlum. Langeldar brunnu á gólfinu og samsætið byrjaði með griðasetningu að fornum sið.Við samdrykkjuna var guðanna minnst, Óðins, Þórs, Freys, Njarðar, Braga, Freyju og fleiri.

Þorrablótin lögðust svo af en um miðja tuttugustu öldina var þessi gamli siður tekinn upp aftur þar sem áhersla var á gamaldags íslenskan mat. Síðan hefur tíðkast að halda þorrablót og fara flestir íslendingar á eitt slíkt á þorranum.

Þorramatur samanstendur af fjölbreyttum mat þar á meðal: kæstum hákarl, súrsuðum lambaafurðum, sviðum og sviðasultu, lifrapylsu, blóðmör, harðfisk, rúgbrauð, hangikjöti, selshreifum, saltkjöti, rófustöppu, kartöflum, flatkökum, síld og fleira mætti telja. Algengt er að drekka íslenskt brennivín með þorramatnum.

Eftir knattleikskeppni við aðra stráka drap Egill einn af keppinautum
sínum. Faðir hans var ekki glaður en móðir hans sá ekki sólina fyrir
honum og fannst hann sýna að hann var hið mesta víkingsefni.

hangikjöt

Helsti hátíðarmatur Íslendinga um aldir hefur verið hangikjöt. Birkireykta hangikjötið frá SS er sígilt og löngu landsþekkt. Það er aðeins framleitt úr fyrsta flokks hráefni sem gerir það mjúkt, safaríkt og hæfilega bragðmikið. Við reykingu á Birkireykta SS hangikjötinu er notað íslenskt birki. SS býður einnig nýja vöru sem kallast Taðreykt hangikjöt. Kjötið er verkað eftir gömlum íslenskum aðferðum sem hafa verið notaðar um aldir í sveitum landsins. Kjötmeistarar velja kjötið af kostgæfni, það er pækilsaltað og reykt við tað þar til réttum lit,  bragði og áferð er náð. Þannig verður kjötið bragðmeira og þurrara.

Tindfjallahangikjet er sunnlenskt sælgæti sem hefur unnið til gullverðlauna í fagkeppnum Meistarfélags kjötiðnaðarmanna og hentar vel í gjafir. Því er pakkað í lofttæmdar umbúðir og sett í sérsaumaðan strigapoka. Kjötið er algjört lostæti sem borðað er hrátt og hentar sérstaklega vel sem forréttur eða smáréttur. Tindfjallahangikjet er tilvalið á þorrablótið.

Egill sigldi ásamt bandamönnum sínum út frá Íslandi og lagðist í víking.

Egill ásamt sínum mönnum í heimsókn þar sem gestgjafar þóttust
ekkert öl eiga og þeim var einungis gefið skyr að drekka. Er Eiríkur
konungur og Gunnhildur drottning hans komu reyndist nóg öl vera
til handa þeim. Egill var ekki glaður með þessa meðferð.

slátur

Slátur er hefðbundinn íslenskur matur sem er gerður úr innmat og blóði lamba. Slátur var haustmatur, gerður í sláturtíðinni. Fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi. Hún hefur farið smá minnkandi inn á heimilum undanfarin ár en þó eru ennþá margar fjölskyldur sem halda í hefðina og taka slátur saman.

Þegar keypt er eitt slátur í verslun í sláturtíð inniheldur það: Mör, blóð, lifur, hjarta, nýru og sviðinn haus. Einnig fylgja tilbúnir próteinkeppir sem rutt hafa sér til rúms á síðustu árum. Hægt er að kaupa kalóneraðar kindavambir sérstaklega. Keppirnir eru fylltir með blöndu af niðurskornum mör, mjöli (rúg og höfrum) og ýmist blóði eða hakkaðri lifur og oft einnig nýrum. Opinu á keppunum er lokað og þeir soðnir í 2-3 klukkutíma. Slátur er ýmist borðað heitt eða kalt og stundum er það súrsað í mysu.

Tilbúið og soðið slátur, bæði blóðmör og lifrarpylsa fæst í verslunum árið um kring en sumir líta þó fyrst og fremst á það sem þorramat enda þykir bæði nýtt og súrt slátur ómissandi á þorrabakkanum. Slátur er járn- og A vítamínríkur matur sem er nauðsynleg viðbót nú til dags vegna mikillar neyslu á pasta og hvítu kjöti sem inniheldur ekkert járn. Slátur er því allt í senn hollur, góður og ódýr matur.

í Egilsögu eru margar frásagnir af bardögum Egils á víkingaferðum hans.
Hér er hann í sjóorustu.

Til marks um hvílíkt heljarmenni Egill var segir sagan að eftir
eina orustuna hóf hann gríðarstórt naut, sem átti að fórna goðunum,
á loft og drap það.

svið og sviðasulta

Svið eru hefðbundinn íslenskur matur og eru sviðnir og hreinsaðir hausar af lömbum. Sviðin eru
klofin í tvennt og eru helmingarnir kallaðir sviðakjammar. Svið hafa verið borðuð á Íslandi frá
fornu fari og þykja mörgum þau sælgæti. Raunar hafa hausar verið nýttir til matar í mörgum
löndum og víða þótt besti bitinn af skepnunni.

Flestir tengja svið, sviðakjamma og sviðasultu einkum við þorramat en þessi vara er vinsæl árið
um kring. Svið á að sjóða í saltvatni í 1-1 1/2 klukkustund en ef á að nota þau í sviðasultu eru þau
soðin í 2 klukkustundir eða lengur til að auðvelt sé að losa kjötið af beinunum. Hefðbundið er að
bera svið fram með kartöflustöppu eða soðnum kartöflum og rófustöppu.

í Egilsögu eru margar frásagnir af bardögum Egils á víkingaferðum hans.
Hér er hann í sjóorustu.

Saltað kjöt

Söltun á kjöti er eins og súrsun og reyking og er gömul og gild geymsluaðferð. Á haustin var saltað í tunnur og kjötið fergt í saltpækli og nýttist þannig á milli ára.

Saltkjöt er vinsæll og góður matur. Í samræmi við ráðleggingar Manneldisráðs um minnkun á saltneyslu hefur SS dregið úr saltinnihaldi í öllum sínum vörum þ.m.t. saltkjöti og býður einnig sérstaklega saltskert saltkjöt sem valkost. Saltkjöt er lagt í saltpækil í 7-10 daga og því síðan pakkað í vacum-pakkningar til hagræðis fyrir neytendur.

Saltkjöt er mjög orkuríkur og góður matur og hefur verið góð undirstaða í fæðu Íslendinga í gegnum tíðina, sem oft var í harðbýlu umhverfi. Saltkjöt og baunir er íslenskur réttur sem er á borðum á fjölmögum íslenskum heimilum á Sprengidaginn, en er þó alls ekki bundinn við hann eingöngu og var áður algengur allan ársins hring.

Saltkjöt og baunir, túkall!

Á sprengidag er hefð fyrir því á íslenskum heimilum að gæða sér á úrvals saltkjöti og ljúffengri baunasúpu. Þessi er eins og amma gerði alltaf.

Uppsrift að baunasúpu:

Hráefni: 750 g gulrófur, 200 g þurrkaðar gular baunir, 50 g hvítkál, 2 stk gulrætur, 1,5 l vatn, 1 laukur, 1 kg saltkjöt.

Sjóðið baunirnar í 1 1/2 til 2 tíma. Saxið laukinn og sjóðið hann með (sumar baunir eru fyrst lagðar í bleyti í 2-3 klst). Sjóðið 1-2 saltkjötsbita í súpunni síðasta klukkutímann. Sjóðið restina af kjötinu í sér potti í u.þ.b. 1 klst.
Skerið gulrófurnar í bita og sjóðið með súpunni síðustu 30-45 mín. Skerið gulræturnar í sneiðar og hvítkálið í ræmur og sjóðið hvorttveggja í súpunni síðustu 15-20 mín. Þynnið baunirnar með soðinu af saltkjötinu eða með vatni, sé soðið of salt. Berið fram og njótið

Egill bjó síðustu ár sín á Mosfelli í Mosfellsdal, hjá dóttur sinni.
einhversstaðar þar í nágrenninu er sjóðurinn falinn. Sagan segir að
Egill sé heygður í Tjaldanesi. Var hann heygður með vopn sín og klæði með sér.