Persónuverndarstefna og öryggismyndavélar

Persónuverndarstefna
Persónuupplýsingar sem unnið er með þegar þú hefur samskipti við Sláturfélag Suðurlands:
Þegar þú átt í samskiptum við starfsfólk okkar símleiðis, í tölvupósti, eða í persónu söfnum við þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er fyrir okkur til að sinna erindi þínu. Þetta getur verið nafn, póstfang, símanúmer, tölvupóstfang eða annað sem nauðsynlegt er í hverju tilfelli fyrir sig. Við reynum í öllum tilfellum að takmarka vinnslu og söfnun persónuupplýsinga.

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar þá skuldbindur Sláturfélag Suðurlands sig til þess að geyma þær á öruggan hátt og mun ekki miðla þeim áfram til þriðja aðila.

Forsendur fyrir því að við vinnum og nýtum þessar upplýsingar til þess að sinna þeirri þjónustu sem óskað er eftir eru lögmætir hagsmunir okkar og að slík vinnsla er nauðsynleg fyrir starfsemina.

Sláturfélag Suðurlands selur aldrei persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini sína.

Þú átt rétt á að sjá þær persónuupplýsingar sem við eigum um þig og í sumum tilfellum að þær séu leiðréttar eða jafnvel eytt.

Fyrirspurnum varðandi persónuverndarmál og vinnslu persónuupplýsinga skal beint á netfangið: snorri@ss.is

Vafrakökur:
Þessi vefsíða notar vafrakökur (Cookies) til þess að tryggja betri upplifun af síðunni fyrir notendur. Vafrakökur safna upplýsingum um notanda til þess að gera vefinn notendavænni. Vafrakökur (Cookies) geta geymt upplýsingar um stillingar notenda, tölfræði , auðkenni innskráðra notenda ofl.

Það er á þínu valdi hvort vefurinn fái að safna þessum gögnum eða ekki og ef þú óskar ekki eftir því þá getur það valdið því að ekki sé hægt að nýta alla þá möguleika sem vefsíðan hefur upp á að bjóða.

Til þess að stilla vafrakökur í Google Chrome:

1. Farið í “Customize and control Google Ghrome”
2. Settings
3. Advanced
4. Content settings
5. Cookies

Upplýsingar um hvernig stilla má aðra vafra má finna á vefsíðu um vafrakökur: allaboutcookies.org.

Fyrir tölfræðilegar upplýsingar um umferð á vefsíðuna notum við Google analytics en google analytics veitir nafnlausar upplýsingar um notkun vefsvæðisins. Google analytics er Privacy shield vottað.

 

Reglur um öryggismyndavélar á starfsstöðvum SláturfélagsSuðurlands og meðferð upplýsinga sem safnast

1. Tilgangur öryggismyndavéla
1.1. Öryggismyndavélar á starfsstöðvum Sláturfélags Suðurlands eru eingöngu til öryggis- og eignavörslu og aðeins má nota upplýsingar sem safnast í þeim tilgangi.

2. Ábyrðgaraðili
2.1. Sláturfélag Suðurlands svf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sem safnast með öryggismyndavélum á starfsstöðvum fyrirtækisins.

3. Geymsla upplýsinga
3.1. Upplýsingar úr öryggismyndavélum má ekki varðveita lengur en 90 daga.
3.2. Geymslu upplýsinga skal vera þannig háttað að engir aðrir en þeir sem hafa skilgreindan
aðgang að upplýsingunum, geti komist í þær.

4. Upplýsingar til viðskiptavina
4.1. Viðskiptavinum og starfsmönnum skal gert viðvart um öryggismyndavélar, með merki eða á
annan áberandi hátt.

5. Aðgangur að upplýsingum

Innanhús
5.1. Kerfisstjórar hafa umsjón með öryggismyndavélum og eru þeir einu sem hafa leyfi til að skrifa
út upptökur.
5.2. Framkvæmdarstjóri, forstöðumaður, yfirmaður viðkomandi vinnustaðar og starfsmaður á skiptiborði mega skoða upptöku í rauntíma og upptökur, sbr. þó gr. 1.1.

Til utanaðkomandi aðila
5.3. Heimilt er að afhenda lögreglu eða dómsyfirvöldum upplýsingar úr öryggismyndavélum ef um
slys eða meintan refsiverðan verknað er að ræða.
5.4 Komi upp aðstæður þar sem verja þarf réttindi, eignir, öryggi SS fyrir skemmdarverkum, sviksamlegri eða ólögmætri háttsemi munum við deila upplýsingum með viðeigandi aðilum til að vernda hagmuni SS, hagsmuni þína eða viðskiptavina okkar.
5.5. Einungis er heimilt að afhenda öðrum en ofangreindum aðilum upplýsingar úr
öryggismyndavélum, ef samþykki þess sem upplýsingarnar snerta liggur fyrir eða samkvæmt
ákvörðun Persónuverndar eða dómsyfirvalda.
5.6. Beiðni með ósk um afhendingu upplýsinga skal vera skrifleg og berast framkvæmdastjóra starfsmannasviðs.

6. Dreifing, endurskoðun og útgáfa
6.1. Reglur um öryggismyndavélar á starfsstöðvum Sláturfélags Suðurlands og meðferð upplýsinga sem safnast skal endurskoðuð árlega og vera aðgengileg fyrir alla starfsmenn, viðskiptavini og eftir því sem við á

Gildir frá: 23. desember 2019
Uppfært: 23. desember 2019
Útgáfudagur: 23. desember 2019
Til endurskoðunar: 23. desember 2020
Ábyrgð: Formaður öryggisnefndar