Sauðfé afurðaverð

Sauðfjárslátrun haustið 2024

Áætlað er að hefja sauðfjárslárun þriðjudaginn 10. september 2024 og ljúka slátrun 31. október.

Taflan sýnir eingöngu verðhlutföll milli sláturvikna en ekki verðið sjálft. Verðhlutföll hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins. Yfirborgun dilka er 19% í fyrstu sláturviku og 14% í annarri sláturviku þannig að um er að ræða töluverða hækkun frá fyrra ári. Nú er jafnframt yfirborgun á fullorðið, 10% fyrstu tvær sláturvikurnar og 5% í þriðju og fjórðu sláturviku en bændur eru hvattir til að láta einnig með dilkum fullorðið fé, sérstaklega fyrstu sláturvikurnar.

Það er mikilvægt fyrir bændur og félagið að átta sig á breytingum sem gætu orðið. Í því skyni verður óskað eftir sláturpöntunum í júní. Bændur verða að vita í tíma hvort þeir koma fé að þær vikur sem óskað er eftir og félagið verður að geta brugðist við eins og hægt er.

Ef mikil breyting verður á dreifingu sláturpantana verður að áskilja rétt til að breyta yfirborgunum vikna til að jafna aðsókn.

Verðskrá kindakjöts fyrir haustið 2024 verður birt tímanlega fyrir sláturtíð.

Viðbót á afurðaverð : Greidd verður 8% viðbót á allt sauðfjárinnlegg ofan á verðskrá.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2024

———————————————————————————————————————–

Sauðfjárslátrun haustið 2023

Áætlað er að hefja sauðfjárslátrun í haust miðvikudaginn 6. september 2023 og ljúka slátrun þriðjudaginn 31. október.

Verðskrá kindakjöts haust 2023 – 24. ágúst 2023

Nú liggur fyrir uppfærð verðskrá fyrir sauðfé. SS hefur ákveðið að hækka verðskrá fyrir innlagt dilkakjöt frá áður útgefnni verðskrá frá 6. júní.

Töluverðar yfirborganir eru í upphafi sláturtíðar en til að mynda er nú 17% yfirborgun í fyrstu sláturviku.

Greidd verður 5% viðbót á afurðaverð sauðfjár vegna innleggs á árinu 2023 föstudaginn 19. janúar 2024.

Greiðslutími: Innlegg staðgreitt föstudag eftir innleggsviku.

Sláturpantanir og nánari upplýsingar í síma 480 4100 og á slatrun@ss.is

 

Heimtaka: Í boði er að leggja inn slög og hálsa af heimteknum dilkum til greiðslu á hluta af heimtökukostnaði. Til einföldunar verður annað hvort að leggja alla hálsa og slög af heimteknum dilkum inn í hvert skipti sem lagt er inn eða ekkert. Ef allir hálsar og slög eru innlögð lækkar heimtökugjald sbr. neðangreint. Merkja verður á heimtökublað ef bóndi vill leggja slög og háls inn á móti hluta heimtökugjalds.

Heimtökublað

Vinsamlega athugið að ekki er hægt að taka heim skrokka eftir númerum. Ef bændur vilja taka valda gripi heim þarf að merkja þá á haus fyrir flutning í sláturhús.

Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun er þrískipt. Fyrir magn sem er 15 stk eða minna á innleggjanda er gjaldið 4.950 kr/stk en á það magn sem er frá 16 – 80 stk er gjaldið 6.380 kr/stk. Ef slög og hálsar eru lögð inn verður þetta gjald annars vegar 4.290 kr/stk og hins vegar 5.720 kr/stk á magn 15 – 80 stk.  Heimtaka á fullorðnu fé kostar 5.390 kr/stk. fyrir allt að 15 stk en 7.000 kr/stk á magn 15-80 stk.  Fyrir magn umfram 80 stk. reiknast verktakagjald sem fer eftir fjölda og þyngd.  Fínsögun kostar aukalega 1.050 kr/stk.

Vinsamlega athugið að fullorðnir hrútar verða aðeins teknir til slátrunar þá daga sem sláturtími er laus. Heimtökugjald á hrútum er 6.800 kr/stk.  Ef þeir eru ekki teknir heim þá reiknast urðunargjald 7.700 kr/stk.

Veturgamlir hrútar falla í hrútaflokk eftir 10. október og eru ekki heldur teknir til innleggs en heimtaka á báðum er sjálfsögð.

Vinsamlega athugið einnig að ef leggja á inn sauði (veturgamla og eldri) þá verður að fylgja þeim vottorð frá dýralækni um geldingu sem verður að fara fram a.m.k. tveimur mánuðum fyrir slátrun.

Sjá nánar yfirlit um heimtöku í eftirfarandi töflu:

Afhending á Selfossi, Hvolsvelli og á Fosshálsi er án kostnaðar. Kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 110 kr/kg. Sent verður með Flytjanda. Hvorki gærur né slátur fylgir heimteknu kjöti.

Virðisaukaskattur bætist við framangreindar fjárhæðir.

Bændum stendur til boða að kaupa frosið dilkakjöt með afslætti í sláturtíð en ekki er um að ræða heimtöku á innleggi viðkomandi bónda.