SS færir neytendum afbragðs kjötvörur beint úr íslenskri sveit. SS er í eigu bænda og tekur við úrvalsgripum þeirra og vinnur úr þeim afbragðs kjötvörur þar sem allir geta fundið eitthvað við sinn smekk.

Fyrir þá sem vilja krydda kjöt sjálfir býður SS ferskt lambakjöt í hentugum umbúðum.

Fyrir þá sem vilja kjöt sem er tilbúið til matreiðslu býður SS upp á fjölbreytt úrval af kjötvörum sem setja má beint á grillið eða í ofninn.

Það er gott að grilla með SS og hvetjum við ykkur endilega til að kynna ykkur úrvalið með því að smella á hnappana hér fyrir ofan.

Verði ykkur að góðu.

Kjarnhitinn fer eftir kjöttegund

taflaeldun

Gagnlegar upplýsingar fyrir grillara!

– Til að byrja með er mikilvægt er að hita grillið vel með lokinu yfir. Ef þess þarf er einnig nauðsynlegt hreinsa grindurnar þegar þær eru orðnar vel heitar. Sum grill má ekki hreinsa með vírbursta því það getur eyðilagt málmhúðina.

– Rétt áður en maturinn er settur á grillið er gott að væta eldhúspappír með matarolíu og strjúka yfir grindurnar til að maturinn festist síður við þær.

– Allt kjöt sem á að grilla er betra að taka úr kæli 1-2 klst. áður en það fer á grillið og það á enn frekar við um stærri eða þykkari bita. Þannig verður steikingin jafnari.

– Eftir eldun er betra að láta kjötið jafna sig. Þunnar sneiðar í aðeins örfáar mínútur en stórar steikur eins og lambalæri í allt að 15–20 mínútur hulið með álpappír.

– Margir eiga kjöthitamæli sem gott er að nota þegar verið er að grilla þykkari kjötbita eða heil læri. Athuga þarf að mælt er með mismunandi kjarnhita eftir tegundum af kjöti sjá nánar hér til hliðar.

Hér leitar SS á grískar slóðir og hefur úbúið kryddlög með suðrænum áhrifum án allra aukaefna. Línan samastendur af góðu úrvali af léttu og ljúffengu grísa- og lambakjöti. Það er um að gera að setja smá bragð frá Grikklandi á diskinn í sumar og láta sig dreyma um suðrænar slóðir.

Verði þér að góðu.

SS kryddlegið lambakjöt er í bragðgóðum kryddlegi og hafa kryddlegnu tvrírifjurnar og lærissneiðarnar verið með vinsælasta kjötinu á grill landsmanna í áraraðir.

Umbúðirnar eru einnig mjög handhægar en það þarf aðeins eitt handtak til að opna þær og þá liggur kjötið í plastbakka og ekkert lekur. Þægilegra og hreinlegra getur það ekki verið.

Verði þér að góðu.

Hér finnur þú uppskrift með SS kryddlegnu lambafile og frábæru meðlæti frá Lindu Ben.

Kryddlegið SS kjöt – auglýsing

Grillpylsur SS eru fyrir sanna sælkera. Áhersla er lögð á fjölbreytilega stemmingu með pylsum gerðum eftir uppskriftum frá Póllandi, Þýskalandi og Danmörku. Auk þess býður SS upp á frábærar ostapylsur að ógleymdri hinni einu sönnu íslensku SS vínarpylsu. Ekki má heldur gleyma hinni margrómuðu Pylsu fagmannsins sem er chili ostapylsa.
Þegar pylsur eru grillaðar er ráðlagt að stinga göt í pylsurnar með gafli eða skera rendur í pylsurnar. Það kemur í veg fyrir að pylsurnar springi á grillinu. Einnig þarf að gæta þess að hafa hitann lágan eða nota efri hillu á grillinu.

 

hammari-myndb

Hammari er frá SS, lausmótaðir hamborgarar, með 20% fitu sem gerir hann sérlega safaríkan.

Lausmótaður tryggir betri steikingu því hitadreifingin er jafnari hvort sem hann er steiktur á grilli eða pönnu. Hammarinn er afslappaður, ljúffengur og langbestur í góðra vina hópi með úrvals meðlæti.

Meðlætismeðmæli:

Tómatsneiðar, góð stroka af dijon-sinnepi og/eða hamborgarasósu, jafnvel barbekjú-sósu, brakandi ferskt salatblað, smjörsteiktir sveppir, gúrkusneiðar, rauðlaukssneiðar eða lauksneiðar, pickles.

Og þá má ekki gleyma ostinum, tölum aðeins um hann. Ostur getur verið heiðarleg venjuleg ostsneið en það er líka um að gera að prófa annan ost, t.d. gráðaost, fetaost eða camembert!

Beikon gerir flesta rétti aðeins betri og svo skulum við ekki gleyma spælegginu. Það er heldur ekki úr vegi að nefna bernaise-sósu í þessu samhengi, hún ljær svona mat allt að sakbitinni sælutilfinningu sem allir eiga að upplifa einstaka sinnum.

Kartöflur …eiga auðvitað alltaf við, franskar, eða ofnbakaðar eða smjörsteiktar OG ofnbakaðar. Þessar leiðbeiningar eru að sjálfsögðu aðeins hugsaðar sem hugmyndavaki.

Bláberjakryddlegið lambakjöt

Bláberjamarineraða lambalærið er frábærat á grillið eða í ofninn.

Hér finnur þú uppskrift með bláberjalærinu og frábæru meðlæti frá Lindu Ben.

 Í þessum flokki er fjölbreytt úrval af kryddlegnu kjöti úr lamba, grísa og folaldakjöti. Þetta eru vörur sem hafa sannað sig í gegnum árin og njóta mikilla vinsælda.

Kjötið er til dæmis kryddað með Caj P’s, Grand orange og rósmarín. Allir eiga sitt uppáhald. 
Umbúðir fyrir grillkjöt í sneiðum eru einnig mjög handhægar en það þarf aðeins eitt handtak til að opna þær og þá liggur kjötið í plastbakka og ekkert lekur. Þægilegra og hreinlegra getur það ekki verið.

Nautasteikurnar frá SS eru úr hágæða nautakjöti beint úr íslenskri sveit. Sannkallaðar sælkeravörur hvort sem valdar eru nautakótilettur eða sirloin steikur með ljúffengri trufflu- og piparmarineringu eða nautafile með pipar.

Umbúðir fyrir nautakjötið eru einnig mjög handhægar en það þarf aðeins eitt handtak til að opna þær og þá liggur kjötið í plastbakka og ekkert lekur. Þægilegra og hreinlegra getur það ekki verið.