Grillpylsur SS eru fyrir sanna sælkera. Áhersla er lögð á fjölbreytilega stemmingu með pylsum gerðum eftir uppskriftum frá Póllandi, Ítalíu og Danmörku. Auk þess býður SS upp á frábærar bratwurstpylsur og ostapylsur að ógleymdri hinni einu sönnu íslensku SS vínarpylsu. Ekki má heldur gleyma hinni marg rómuðu Pylsu fagmannsins sem er chili ostapylsu.
Þegar pylsur eru grillaðar er ráðlagt að stinga göt í pylsurnar með gafli eða skera rendur í pylsurnar. Það kemur í veg fyrir að pylsurnar springi á grillinu. Einnig þarf að gæta þess að hafa hitann lágan eða nota efri hillu á grillinu.

Auglýsing fyrir hálfúrbeinuð lambalæri

Hver kannast ekki við að beinin geti þvælst fyrir þegar verið er að sneiða lambakjöt með þeim afleiðingum að sneiðarnar verða ekki eins fallegar og nýtingin ekki eins góð.

Lambalærin frá SS eru hálfúrbeinuð þannig að eftir stendur aðeins leggbein. Með því móti er mun auðveldara að sneiða og nýting verður betri. Þar sem greitt er fyrir verð per kg. gefur auga leið að meira fæst af kjöti og minna af beini fyrir peninginn.

Meira kjöt og minna bein með SS lambalærunum.