Grillpylsur SS eru fyrir sanna sælkera. Áhersla er lögð á fjölbreytilega stemmingu með pylsum gerðum eftir uppskriftum frá Póllandi, Ítalíu og Danmörku. Auk þess býður SS upp á frábærar bratwurstpylsur og ostapylsur að ógleymdri hinni einu sönnu íslensku SS vínarpylsu. Ekki má heldur gleyma hinni marg rómuðu Pylsu fagmannsins sem er chili ostapylsu.
Þegar pylsur eru grillaðar er ráðlagt að stinga göt í pylsurnar með gafli eða skera rendur í pylsurnar. Það kemur í veg fyrir að pylsurnar springi á grillinu. Einnig þarf að gæta þess að hafa hitann lágan eða nota efri hillu á grillinu.

til_baka