Hammari er frá SS, lausmótaðir 90 g, 120 g eða 140 g hamborgarar, með 20% fitu sem gerir hann sérlega safaríkan.

Lausmótaður tryggir betri steikingu því hitadreifingin er jafnari hvort sem hann er steiktur á grilli eða pönnu. Hammarinn er afslappaður, ljúffengur og langbestur í góðra vina hópi með úrvals meðlæti.

Meðlætismeðmæli:

Tómatsneiðar, góð stroka af dijon-sinnepi og/eða hamborgarasósu, jafnvel barbekjú-sósu, brakandi ferskt salatblað, smjörsteiktir sveppir, gúrkusneiðar, rauðlaukssneiðar eða lauksneiðar, pickles.

Og þá má ekki gleyma ostinum, tölum aðeins um hann. Ostur getur verið heiðarleg venjuleg ostsneið en það er líka um að gera að prófa annan ost, t.d. gráðaost, fetaost eða camembert!

Beikon gerir flesta rétti aðeins betri og svo skulum við ekki gleyma spælegginu. Það er heldur ekki úr vegi að nefna bernaise-sósu í þessu samhengi, hún ljær svona mat allt að sakbitinni sælutilfinningu sem allir eiga að upplifa einstaka sinnum.

Kartöflur …eiga auðvitað alltaf við, franskar, eða ofnbakaðar eða smjörsteiktar OG ofnbakaðar. Þessar leiðbeiningar eru að sjálfsögðu aðeins hugsaðar sem hugmyndavaki.