Spaghetti með ansjósum

spaghetti_alle_alici-zoom                         spaghetti_5_5https://www.ss.is00g_dx_ltd

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  25 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  578Kcal – 2418Kj
 Prótín 26g
 Kolvetni  71g
 Fita  20g

efni_magn2

Spaghetti  –              350 g
Kirsuberjatómatar –  300 g 
Ferskur humar –       250 g
Kapers í saltlegi    –    70 g
Svartar ólífur  –          70 g
Þurrt hvítvín  –           0,5 dl
Hvítlaukur  –                2 rif
Jómfrúarólífuolía –    4 matskeiðar
Chilipipar   –             eftir smekk
Steinselja   –            eftir smekk 
Salt  –                      eftir smekk

adferd2

1. Skolið og hreinsið ansjósurnar. Fjarlægið beinin. Léttsteikið fínsaxaðan hvítlauk og setjið ansjósurnar út í. Steikið á miklum hita í u.þ.b. 1 mínútu.

2. Bætið út í fínsöxuðum ólífum, tómatbitum, víni, kapers og chilipipar. Látið þetta malla í smástund.

3. Sjóðið Spaghetti Barilla „al dente“ í miklu, söltu vatni. Setjið pastað á pönnuna og blandið því saman við ansjósublönduna. Berið fram með saxaðri steinselju og ferskum tómötum sem eru skornir í tvennt.https://www.ss.is

kokksins2

 Þegar þið blandið pastanu saman við ansjósublönduna verðið þið að gæta þess að fiskurinn detti ekki allur í sundur.


 



 

Spaghetti með grænmeti og parmesan osti

 capellini_con_verdure_al_pecorino-zoom                        spaghetti_5_5https://www.ss.is00g_dx_ltd

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  25 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  467Kcal – 1952Kj
 Prótín 14,7g
 Kolvetni  63,4g
 Fita  14,9g

efni_magn2

Spaghetti    350 g
Kúrbítur      150 g
Gulrætur     100 g
Kirsuberjatómatar    100 g
Grænt spergilkál      80 g
Pecorino (ostur)      40 g (má nota ferskan parmesan í minna magni)
Jómfrúarólífuolía      3 matskeiðar
Fersk mynta     eftir smekk
Salt                   eftir smekk 
Pipar                 eftir smekk

adferd2

1. Setjið kúrbítinn á pönnu með einni matskeið af olíu og síðan gulræturnar í 1 mínútu. Takið pönnuna af hellunni.

2. Sjóðið spergilkálið í söltu vatni í 2 mínútur.

3. Sjóðið spaghetti „al dente“ í miklu, söltu vatni, setjið allt grænmetið út í ásamt svolítilli ólífuolíu.

4. Berið fram með ferskri myntu og pecorino-osti í sneiðum.

kokksins2

Það má sjóða spergilkálið í vatninu af pastanu. Þá verðið þið að bíða í nokkrar mínútur áður en þið hellið vatninu af.


 


 



 

Tortelini með osti og salvíu

tortelloni_ricotta_spinaci_burro_salvia_noci-zoom                                tortellini_prosciutto_fohttps://www.ss.isrmaggio_sx

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  15 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  450Kcal – 1881Kj
 Prótín 11,4g
 Kolvetni  26,1g
 Fita  31,6

efni_magn2

Tortellini       250 g
Vatn            800 ml
Smjör           60 g
Hnetur         50g
Salvía          4 blöð

adferd2

1. Blandið glasinu með Tortellini Grandi Ricotta e Spinaci Barilla við 8 dl af köldu vatni.

2. Látið þetta sjóða í 14 mínútur eða þangað til vatnið er soðið niður. Hrærið með jöfnu millibili. Bætið salvíunni út í þegar suðutíminn er hálfnaður.

3. Bætið smjörinu út í og hrærið þar til það bráðnar. Stráið söxuðum hnetunum yfir og berið fram.https://www.ss.is

kokksins2


 



 

Fussili með þistilhjörtum

fusilli_ai_carciofi-zoom                     fusilli_https://www.ss.is98_500g_dx

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  25 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  523Kcal – 2181Kj
 Prótín 13g
 Kolvetni  66g
 Fita  23g

efni_magn2

Fusilli                        350 g
Kirsuberjatómatar     200 g
Jómfrúarólífuolía         60 g
Smjör                           30g
Koníak                           1 dl  eða matreiðslu brandí, en minnka þá saltið.
Ætiþistilshjörtu              5
Skalottlaukur                 1
Salt                          eftir smekk 
Pipar                        eftir smekk

adferd2

1. Skerið ætiþistilshjörtun í þunnar sneiðar. Skerið kirsuberjatómatana í fernt og hakkið skalottlaukinn.

2. Léttsteikið skalottlaukinn í olíu þar til hann verður gullinn. Bætið kirsuberjatómötunum, ætiþistlunum og koníakinu út í. Látið þetta drekka áfengið í sig. Setjið lokið á og látið þetta malla í u.þ.b. 20 mínútur. Bætið við vatni ef þess gerist þörf. Bragðbætið með salti og pipar.

3. Sjóðið Fusilli Barilla í miklu, söltu vatni og blandið pastanu saman við sósuna. Bætið við 1-2 teskeiðum af smjöri. 

kokksins2

Bestu, mýkstu og ljúffengustu ætiþistlana finnið þið á vorin (eins og t.d. ætiþistla af tegundinni „violetti di Toscana“ og „violetti di Chioggia“).