Sauðfé – Afurðaverð 2011

 

Sauðfé – Afurðaverðskrá 2011 

Verðskrá 31. ágúst 2011 á pdf. formi.

 Í fréttabréfi 22. júlí 2011 er að finna nánari upplýsingar

Allt innlegg er staðgreitt föstudag eftir innleggsviku. 

 saudfeverskra31082011



















































Vetrararslátrun

Vetrarslátrun sauðfjár verður miðvikudaginn 30. nóvember 2011 og innlegg staðgreitt skv. verðskrá nóvember.

Tekið er á móti sláturpöntunum í sláturhúsinu á Selfossi, s. 480 4100. 
  
Heimtaka
Greitt er fast gjald pr. stk fyrir slátrun. Gjaldið er 2.600 kr/dilk og 2.750 kr/fullorðið og er 7 parta sögun innifalin í gjaldinu fyrir þá sem það vilja. Auk þess er boðin fínsögun og kostar hún aukalega 650 kr/stk. Afhending á Selfossi er án kostnaðar og kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 600 kr/stk en stærstur hluti þess er kostnaður við kassa og poka undir kjötið. Sent verður með Flytjanda. Vsk bætist við ofangreindar tölur. Nánari upplýsingar um heimtöku er að finna í fréttabréfi.

Vinsamlegast athugið að merkja við á heimtökublaðinu hvort heimtakan á að vera ósöguð eða söguð í 7 parta.  Einnig þarf að koma fram annað sem beðið er um svo sem fínsögun o.s.frv. Þessar upplýsingar verða að liggja fyrir við afhendingu, fyrir slátrun.

Eyðublað vegna heimtöku sjá hér

Þrátt fyrir kostnaðar- og launahækkanir er gjaldtaka fyrir heimtöku lækkuð frá fyrra ári um rúmlega 10%. Gjaldtaka fyrir heimtöku er fyrir sláturkostnaði og er hugsuð sem búbót fyrir bændur til eðlilegrar heimanotkunar.  Ef bændur óska eftir að taka meira heim er um verktökuslátrun að ræða sem verður metin hverju sinni hvort hægt er að verða við henni og hvernig hún verður verðlögð.

Mikilvægt er að bændur panti sem fyrst fyrir slátrun til að tryggja sér pláss. Skipulagning hefðbundinnar slátrunar er í höndum deildarstjóra og skal óskum um slátrun komið sem fyrst til þeirra.

Fyrirvari er gerður um prentvillur !

Frábær árangur Halldórs Eyþórs, SS manns

Halldór Eyþórsson starfaði um langt árabil sem einn af öflugustu sölumönnum félagsins. Auk þess að vera frábær sölumaður er Halldór öðrum sterkari og með þeim bestu í kraftlyftingum á landinu. SS hefur styrkt Halldór til keppni og gerði það einnig nú þó hann starfi ekki lengur hjá SS heldur hafi söðlað um og sinni iðn sinni sem kennari við kjötiðn í Matvælaskólanum í Kópavogi. Halldór hefur sterkar taugar til SS og er því í okkar augum enn SS maður.

Við óskum honum til hamingju með frábæran árangur.   Halldór heldur á íslenska fánanum við verðlaunaafhendinguna.

dori2

Spaghetti með steinseljumauki

spaghetti_con_crema_di_prezzemolo-zoom     spaghetti_5_5https://www.ss.is00g_dx_ltd

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  15 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald 415Kcal – 1735Kj
 Prótín 14g
 Kolvetni  68g
 Fita  9g

efni_magn2

Spaghetti                          350 g
Rjómi                                100 ml 
Meðalstór laukur                1 stk
Parmesanostur     2 matskeiðar
Steinselja                        1 msk
Þurrt hvítvín                   0,50 dl
Salt                          eftir smekk

adferd2

1. Skerið laukinn í sneiðar og leggið hann í bleyti í vatni og hvítlauk. Þeytið laukinn með matarrjóma og bragðbætið með salti.

2. Hitið maukið og bætið saxaðri steinselju út í.

3. Sjóðið Spaghetti Barilla „al dente“ í miklu, söltu vatni. Hellið vatninu af og blandið pastanu saman við steinseljusósuna. Stráið rifnum parmesanosti yfir.

kokksins2

Ef þið viljið fá sterkara bragð getið þið bætt nýmöluðum, svörtum pipar út í þegar þetta er borið fram.


 



 

Lasagne með beikoni, ætiþistlum og grænmeti

lasagne_con_speck_carciofi_e_verdure-zoom_(1)                  coll_lasagne_uohttps://www.ss.isvo_dx_500g

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Meðal
 Tími  40 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  534Kcal – 2234Kj
 Prótín 21g
 Kolvetni 55g 
 Fita 26g 

efni_magn2

Lasagne               10 blöð
Ætiþistlar              150 g 
Beikon                  100 g
Smjör                      50 g
Hveiti                      50 g
Gulrætur              100 g
Kúrbítur                100 g
Parmesanostur      40 g
Nýmjólk                900 g 
Kirsuberjatómatar  5 stk
Múskat                 1 klípa
Sítróna              eftir smekk 
Salt                   eftir smekk
Pipar                 eftir smekk

adferd2

1. Skerið beikon, kúrbít og gulrætur í bita. Skerið kirsuberjatómatana í tvennt. Skolið ætiþistlana og skerið þá í ræmur. Leggið þá í vatn og sítrónusafa í nokkrar mínútur til að forðast að þeir verði dökkir. Léttsteikið beikon og grænmeti í smjöri. Setjið tómatana út í og bragðbætið með salti og pipar.

2. Búið til hvíta sósu: Bræðið smjör og setjið hveiti út í. Takið pönnuna af hellunni og hrærið vel í með trésleif. Setjið pönnuna aftur á helluna. Hrærið stöðugt í, alveg þar til blandan festist ekki lengur við hliðarnar á pönnunni. Sjóðið mjólk með salti og rifinni múskathnetu, bætið smjör- og hveitiblöndunni út í og hrærið þar til þetta er allt leyst upp.  

3. Smyrjið form, hyljið botninn með hvítri sósu. Leggið tvær plötur af Lasagne Barilla yfir, hellið yfir grænmetisblöndunni og hvítri sósu. Stráið rifnum parmesanosti yfir. Endurtakið þar til þið eruð komin með fimm lög. Hitið í ofni (220°C) í u.þ.b. 25 mínútur.

kokksins2

Til að forðast að lasagnað verði of brúnt efst getið þið sett álpappír yfir eftir að það hefur verið í ofninum í 20 mínútur.