Afkoma á fyrri árshelmingi 2012

• Tekjur á fyrri árshelmingi 4.925 mkr. og aukast um 12% milli ára.
• 160 mkr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins.
• EBITDA afkoma var 471 mkr. en 468 mkr. árið áður.
• Eigið fé 2.831 mkr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 47%.
Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélagi þess, Reykjagarði hf.
Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2012 var 160 mkr.  Á sama tímabili árið áður var 921 mkr. hagnaður en á fyrra árshelmingi 2011 voru gengistryggð lán félagsins leiðrétt. Eigið fé Sláturfélagsins er 2.831 mkr. í lok júní.
Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 4.925 mkr. á fyrri árshelmingi ársins 2012, en 4.397 mkr. á sama tíma árið áður og hækka því um 12%.  Aðrar tekjur voru 23 mkr en 31 mkr. árið áður.
Vöru- og umbúðanotkun var 2.899 mkr. en 2.516 mkr. árið áður. Launakostnaður hækkaði um tæp 13%, annar rekstrarkostnaður hækkaði um rúm 5% og afskriftir lækkuðu um tæp 2%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 328 mkr., en 322 mkr. árið áður.  Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 471 mkr.  en var 468 mkr. á sama tíma í fyrra.
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 150 mkr., en fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 804 mkr., á sama tímabili í fyrra. Niðurfelling gengistaps lána og vaxta nam 1.027 mkr. á árinu 2011 og var leiðréttingin tekjufærð meðal fjármagnsliða og skattaáhrif 205 mkr. færð til gjalda meðal skatta í rekstrarreikningi.  Gengishagnaður nam 6 mkr. samanborið við 133 mkr. gengistap árið áður.  Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um tæpar 17 mkr. en árið áður um 20 mkr. Reiknaður tekjuskattur nam tæpum 36 mkr., en 225 mkr. árið áður.  Hagnaður af rekstri tímabilsins var 160 mkr. en 921 mkr. á sama tímabili árið áður.
Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 469 mkr. á fyrri árshelmingi ársins 2012, samanborið við 467 mkr. fyrir sama tímabil árið 2011. Heildareignir Sláturfélagsins 30. júní  voru 6.064 mkr. og eiginfjárhlutfall 47%.  Veltufjárhlutfall var 3,2 á fyrri hluta ársins 2012, en 2,4 árið áður.
Sláturfélagið hefur samþykkt kauptilboð í eignarhlut sinn í Ísfugli ehf.  Gangi salan á eignarhlutnum eftir mun hún hafa um 50 mkr. jákvæð áhrif á rekstur félagsins á síðari árshelmingi 2012.
Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2012 var í aprílmánuði greiddur 15,2% arður af B-deild stofnsjóðs alls 27 mkr. og reiknaðir 15,2% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 38 mkr.
Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX.  Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti.  Ráðgert er að birta afkomu ársins 2012 þann 19. febrúar 2013.
Staða og horfur
Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með 47% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 3,2. Heildarskuldir samstæðunnar hafa lækkað um tæpa 2 milljarða króna frá miðju ári 2009. Eftir endurfjármögnun og uppgreiðslu lána eru lán samstæðunnar nú til mjög langs tíma sem tryggir lága árlega greiðslubyrði.
Tæplega 3% söluaukning var í innanlandssölu á kjöti frá fyrra ári sem eru jákvæð umskipti eftir erfið ár þar á undan. Útflutningshorfur á lambakjöti eru hins vegar mun verri fyrir haustið en á sama tíma í fyrra. Bæði kemur til verðlækkun og sölutregða vegna erfiðleika í Evrópu. Af þessum sökum er gert ráð fyrir neikvæðum horfum á rekstur afurðahluta félagsins á síðari árshelmingi.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi bata í rekstri kjötiðnaðar á árinu 2012 en markviss vöruþróun, markaðssókn og aðhald í rekstri eru farin að skila sér. Styrking krónunnar hefur einnig haft jákvæð áhrif á erlend innkaup á rekstrarvörum.
Matvöruhluti innflutningsdeildar stendur ágætlega. Með nýjum viðskiptasamböndum hefur vöruúrval verið aukið til áframhaldandi sóknar. Búvöruhluti innflutningsdeildar stendur vel en sala á Yara áburði til bænda jókst umtalsvert milli ára.
Frekari upplýsingar veita:
Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is

Birkiğ skapar bragğiğ

Hangikjötiğ frá SS fær jafnan góğa dóma.Gamlar ağferğir viğ vinnsluna. Reykt í tvo sólarhringa.
Skemmtileg törn fyrir jólin, segir Viktor Steingrímsson.

viktor2

Hefur skorağ hátt

Hangikjötiğ frá SS hefur á undanförnum árum skorağ hátt meğal matgæğinga sem fengnir hafa veriğ til ağ leggja dóm á kjöt og krásir. Şví er mikiğ lagt undir til ağ halda sessi. Kjötvinnsla SS á Hvolsvelli er ein hin stærsta á landinu og starfsemin umfangsmikil. Eğli málsins samkvæmt tekur hún ağ verulegu leyti miğ af neysluvenjum landsins á hverjum tíma. Pylsur og grillkjöt kemur sterkt inn yfir sumariğ og şegar líğa fer á haust byrjar jólatörnin.

Frampartar og læri

„Viğ byrjum í jólavinnslunni venjulega viku af nóvember. Í kjötskurğinum standa tíu til fimmtán manns meğ hnífinn viğ borğiğ og úrbeina dilkakjötiğ, sem skila okkur frampörtum og lærum sem fara svo í reyk. Miğum şá viğ ağ hvert stykki sé einhvers stağar á bilinu 1,2 til 1,4 kg og şannig í lögun ağ neytendum líki,“ segir Viktor og heldur áfram: „Já, şetta eru yfirleitt dilkar sem viğ tökum beint úr frosti og vinnum. Şó gerist stundum ağ dilkarnir séu úrbeinağir strax ağ hausti eftir sláturtíğ, sem breytir svo sem engu um gæğin. Allt okkar hangikjöt er úrbeinağ fyrir reykingu og ekki fryst eftir reyk.“

Lurkar og tağ

Birkiğ skapar bragğiğ. Şağ er galdurinn í hangikjötsvinnslu SS en şar eru notağir íslenskir birkilurkar frá Skógræktinni. Birki og tağ úr fjárhúsum sunnlenskra bænda er sett í ofninn og reykt í tvo sólarhringa eğa svo og şá er kjötiğ orğiğ vel reykt og tilbúiğ.
„Şetta er allt gert samkvæmt hefğum sem ná langt aftur í tímann. Ég hef unniğ hér í bráğum tuttugu ár og viğ höfum ekkert breytt ağferğinni,“ segir Viktor sem meğ sínu fólki framleiğir tugi tonna af hangikjöti fyrir şessi jól. „Vinnslan fyrir jólin, şar meğ taliğ á hangikjötinu, er törn. Raunar einn skemmtilegasti tími ársins hér í kjötvinnslunni. Og viğ leggjum mikinn metnağ í şessa framleiğslu, sérveljum kjötiğ, höfum salt og önnur hjálparefni í hárréttum hlutföllum og fylgjum mjög nákvæmum verklısingum. Í raun er hangikjötsvinnslan ákveğiğ stolt okkar – enda er şessi gæğavara eitt af şví sem fólk tengir SS sterkt og sérstaklega viğ,“ segir Viktor Steingrímsson ağ síğustu.


sbs@mbl.is

oddur_og_viktor
Á myndinni er Oddur verksmiğjustjóri til vinstri og Viktor til hægri.

Nýtt fréttabréf og verðskrá vegna innlagðs kindakjöts haustið 2012

Nýtt fréttabréf er komið út ásamt verðskrá SS á innlögðu kindakjöti haustið 2012. Grunnverðskrá dilkakjöts hækkar um 3% frá fyrra ári jafnframt því sem bætt er við sláturviku í nóvember með 10% álagi sem hækkar meðalverð. Ekki er hækkun á kjöti af fullorðnu fé.

Nánari upplýsingar um nýtt fréttabréf og afurðaverðskrá sauðfjár 2012:

Fréttabréf SS 24. júlí 2012 – vefrit

Fréttabréf SS 24. júlí 2012 – pdf 

Afurðaverðskrá sauðfjár 24. júlí 2012

Endurskoðuð afurðaverðskrá sauðfjár 21. ágúst 2012