Goðsögn 3

Allt pasta er eins.

 

still-life-various-types-of-pasta-in-white-typesetter-s-case

 

Sannleikur

Heimakokkar ættu aldrei að kenna sér um þegar pastað verður límkennt, kekkjótt
eða brotnar í eldamennskunni, það er pastað. Veljið hágæðapasta til að fá fullkomna máltíð í hvert skipti.
 

Goðsögn 2

Það á að henda pasta á vegginn til að aðgæta hvort það sé soðið.

 

spaghetti_a_tresleif

Sannleikur

Það sem gerist þegar pasta er hent á vegg er óþrifnaður. Skerið pastað með hníf eða gaffli eða bítið í það. Pasta, sem er eldað á ósvikinn ítalskan máta, á að vera svolítið seigt og með mjög lítinn hvítan punkt í miðjum kjarnanum.

Það er úr mörgu að velja

Heimakokkar ættu aldrei að kenna sjálfum sér um að hafa ekki soðið pastað rétt hafi þeir farið eftir leiðbeiningum vörunnar.  Pasta  er mjög ólíkt eftir tegundum og gæðum.

  pasta-allskonar

Barilla hefur tekið saman nokkur ráð þannig að getið þið valið besta pastað fyrir ykkur og fjölskyldu ykkar. 

Útlit

Þegar þið eruð að kaupa pasta leitið þá að gullnum, gulbrúnum lit – merki um hágæðahveiti – andstætt við hvítan, rauðan eða gráan litblæ. Pasta, sem er framleitt eftir hágæðastöðlum, ætti að vera með færri bletti (svört för) eða óhreinindi.

Bit

Gott pasta ætti að elda „al dente“ í hvert skipti þannig að menn njóti þess að borða það. „Al dente“ sem þýðir „við tönnina“ á ítölsku þýðir einfaldlega að tilbúið pasta eigi að vera þétt í sér  þegar það er tilbúið.

Skýrleiki

Pasta, sem er búið til úr hágæða „durum“-hveiti, ætti ekki að skilja eftir sig mikið af sterkju í suðuvatninu. Gætið þess að suðuvatnið sé tært en ekki skýjað – það er merki um að of mikið að sterkju hafi orðið eftir og það leiðir yfirleitt til þess að pastað verður límkennt og kekkjótt.

Brotnar ekki, verður kekkjótt eða límkennt

Pasta, sem er gert úr hágæða „durum“-hveiti, ætti ekki að brotna, verða kekkjótt eða límkennt þegar það er soðið. Berið það strax á borð til að tryggja bestu upplifunina við máltíðina.


Mýkt

Pasta, sérstaklega það sem er lengjum, ætti að vera fjaðurmagnað og líflegt,  ekki slappt, og það ætti alltaf að halda lögun sinni.

Breyting á verðskrá sauðfjárafurða

Sláturfélagið birti fyrst sláturleyfishafa, hinn 25. júlí síðastliðinn, verðskrá til bænda fyrir innlagt sauðfé í komandi sláturtíð. Síðan þá hafa flestir stærstu sláturleyfishafar landsins birt verðskrár sínar. Eins og við var að búast er þörf á aðlögun á verðskrá SS og eftirfarandi gefur að líta gildandi verðskrá félagsins. Boðið verður upp á slátrun fimmtudaginn 25. ágúst fyrir bændur sem kjósa að notafæra sér álagsgreiðslu Markaðsráðs sem verður 1500 kr/stk þá viku og 500 kr/stk vikuna á eftir er samfelld slátrun Sláturfélagsins hefst.

ATH. breytt verðskrá sauðfjárafurða tók gildi 31 ágúst – pdf 

Nánari upplýsingar er að finna í verðskrá sauðfjárafurða

Goðsögn 1

Það á að bæta ólífuolíu út í suðuvatnið til þess að pastað límist ekki saman.

 

   spaghettipotti            

 

Sannleikur

Lélegt pasta á það til að límast og verða kekkjótt. Það er hugsanlegt að menn hafi byrjað að setja ólífuolíu í suðuvatnið til að koma í veg fyrir að pastað límist saman og verði kekkjótt. Hágæðapasta á ekki að límast saman eða verða kekkjótt. Það er einfaldlega sóun á góðri olíu að nota ólífuolíu því hún verður hvort sem er eftir í suðuvatninu. Það er gott að geyma svolítið af suðuvatninu til að binda sósuna sem á að nota í tilbúnum réttinum. Með því að bæta ólífuolíunni við er dregið úr bindigetu sterkjunnar sem losnar í vatninu þar sem ólífuolían er svo sleip.