Það á að bæta ólífuolíu út í suðuvatnið til þess að pastað límist ekki saman.

 

   spaghettipotti            

 

Sannleikur

Lélegt pasta á það til að límast og verða kekkjótt. Það er hugsanlegt að menn hafi byrjað að setja ólífuolíu í suðuvatnið til að koma í veg fyrir að pastað límist saman og verði kekkjótt. Hágæðapasta á ekki að límast saman eða verða kekkjótt. Það er einfaldlega sóun á góðri olíu að nota ólífuolíu því hún verður hvort sem er eftir í suðuvatninu. Það er gott að geyma svolítið af suðuvatninu til að binda sósuna sem á að nota í tilbúnum réttinum. Með því að bæta ólífuolíunni við er dregið úr bindigetu sterkjunnar sem losnar í vatninu þar sem ólífuolían er svo sleip.