Heimakokkar ættu aldrei að kenna sjálfum sér um að hafa ekki soðið pastað rétt hafi þeir farið eftir leiðbeiningum vörunnar.  Pasta  er mjög ólíkt eftir tegundum og gæðum.

  pasta-allskonar

Barilla hefur tekið saman nokkur ráð þannig að getið þið valið besta pastað fyrir ykkur og fjölskyldu ykkar. 

Útlit

Þegar þið eruð að kaupa pasta leitið þá að gullnum, gulbrúnum lit – merki um hágæðahveiti – andstætt við hvítan, rauðan eða gráan litblæ. Pasta, sem er framleitt eftir hágæðastöðlum, ætti að vera með færri bletti (svört för) eða óhreinindi.

Bit

Gott pasta ætti að elda „al dente“ í hvert skipti þannig að menn njóti þess að borða það. „Al dente“ sem þýðir „við tönnina“ á ítölsku þýðir einfaldlega að tilbúið pasta eigi að vera þétt í sér  þegar það er tilbúið.

Skýrleiki

Pasta, sem er búið til úr hágæða „durum“-hveiti, ætti ekki að skilja eftir sig mikið af sterkju í suðuvatninu. Gætið þess að suðuvatnið sé tært en ekki skýjað – það er merki um að of mikið að sterkju hafi orðið eftir og það leiðir yfirleitt til þess að pastað verður límkennt og kekkjótt.

Brotnar ekki, verður kekkjótt eða límkennt

Pasta, sem er gert úr hágæða „durum“-hveiti, ætti ekki að brotna, verða kekkjótt eða límkennt þegar það er soðið. Berið það strax á borð til að tryggja bestu upplifunina við máltíðina.


Mýkt

Pasta, sérstaklega það sem er lengjum, ætti að vera fjaðurmagnað og líflegt,  ekki slappt, og það ætti alltaf að halda lögun sinni.