lasagne_con_speck_carciofi_e_verdure-zoom_(1)                  coll_lasagne_uohttps://www.ss.isvo_dx_500g

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Meðal
 Tími  40 mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  534Kcal – 2234Kj
 Prótín 21g
 Kolvetni 55g 
 Fita 26g 

efni_magn2

Lasagne               10 blöð
Ætiþistlar              150 g 
Beikon                  100 g
Smjör                      50 g
Hveiti                      50 g
Gulrætur              100 g
Kúrbítur                100 g
Parmesanostur      40 g
Nýmjólk                900 g 
Kirsuberjatómatar  5 stk
Múskat                 1 klípa
Sítróna              eftir smekk 
Salt                   eftir smekk
Pipar                 eftir smekk

adferd2

1. Skerið beikon, kúrbít og gulrætur í bita. Skerið kirsuberjatómatana í tvennt. Skolið ætiþistlana og skerið þá í ræmur. Leggið þá í vatn og sítrónusafa í nokkrar mínútur til að forðast að þeir verði dökkir. Léttsteikið beikon og grænmeti í smjöri. Setjið tómatana út í og bragðbætið með salti og pipar.

2. Búið til hvíta sósu: Bræðið smjör og setjið hveiti út í. Takið pönnuna af hellunni og hrærið vel í með trésleif. Setjið pönnuna aftur á helluna. Hrærið stöðugt í, alveg þar til blandan festist ekki lengur við hliðarnar á pönnunni. Sjóðið mjólk með salti og rifinni múskathnetu, bætið smjör- og hveitiblöndunni út í og hrærið þar til þetta er allt leyst upp.  

3. Smyrjið form, hyljið botninn með hvítri sósu. Leggið tvær plötur af Lasagne Barilla yfir, hellið yfir grænmetisblöndunni og hvítri sósu. Stráið rifnum parmesanosti yfir. Endurtakið þar til þið eruð komin með fimm lög. Hitið í ofni (220°C) í u.þ.b. 25 mínútur.

kokksins2

Til að forðast að lasagnað verði of brúnt efst getið þið sett álpappír yfir eftir að það hefur verið í ofninum í 20 mínútur.