Halldór Eyþórsson starfaði um langt árabil sem einn af öflugustu sölumönnum félagsins. Auk þess að vera frábær sölumaður er Halldór öðrum sterkari og með þeim bestu í kraftlyftingum á landinu. SS hefur styrkt Halldór til keppni og gerði það einnig nú þó hann starfi ekki lengur hjá SS heldur hafi söðlað um og sinni iðn sinni sem kennari við kjötiðn í Matvælaskólanum í Kópavogi. Halldór hefur sterkar taugar til SS og er því í okkar augum enn SS maður.

Við óskum honum til hamingju með frábæran árangur.   Halldór heldur á íslenska fánanum við verðlaunaafhendinguna.

dori2