farfalle_con_porri_e_zucchine-zoom                farfalle_65_5https://www.ss.is00g_dx_int

 Fjöldi skammta  4
 Erfiðleikastig  Lágt
 Tími  30mínútur

 Næringarinnihald 
 í einum skammti af pasta sem er notað í þessari uppskrift

 Orkuinnihald  613Kcal – 2564Kj
 Prótín 15g
 Kolvetni 77g
 Fita 28g

efni_magn2

Farfalle                              350 g
Kúrbítur                              250 g 
Púrrulaukur                        200 g
Pecorino (rómanskur)         20 g
Smjör                                   10 g
Rjómi                                100 ml
Kirsuberjatómatar              8 stk
Hvítlaukur                            1 rif
Jómfrúarólífuolía    4 matskeiðar 
Óreganó                    eftir smekk
Þurrt hvítvín               eftir smekk
Salt                            eftir smekk
Pipar                          eftir smekk

adferd2

1. Afhýðið kúrbítinn og skerið húðina í þunnar ræmur. Skerið innsta hlutann af kúrbítnum í teninga. Skerið helminginn af púrrulauknum í ræmur og hinn helminginn í litla bita.

2. Léttsteikið pressað hvítlauksrif í þremur matskeiðum af olíu á stórri pönnu. Bætið út í kúrbítnum í ræmunum og púrrunni. Bragðbætið með salt og pipar. Steikið á miklum hita í nokkrar mínútur. Bætið svolitlu vatni út í.

3. Dýfið kirsuberjatómötunum í sjóðandi vatn, afhýðið þá og fjarlægið fræin. Skerið tómatana í báta og steikið þá í mjög stuttan tíma á annarri pönnu með dálítilli olíu, salti og óreganó.

4. Léttsteikið skorna kúrbítinn og púrruna á annarri pönnu með smjöri. Hellið hvítvíninu yfir og bætið við salti og rjóma. Setjið grænmetið sem þið hafið skorið í teninga í matvinnsluvél þegar kúrbíturinn er soðinn. Þetta á að verða að jöfnu mauki. Bætið grænmetinu sem er í ræmum og tómötunum í sósuna.

5. Sjóðið Farfalle Barilla „al dente“ í miklu, söltu vatni. Hellið vatninu af og blandið því út í sósuna á pönnunni. Skreytið með pecorino-ostsneiðum. Berið fram.

kokksins2

Þið getið notað parmesanost í sneiðum í staðinn fyrir pecorino-ostinn ef þið viljið fá mildara bragð.