Dagatal 2011

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 25. mars 2011 á Goðalandi, Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.
 
Birtingaráætlun:
• Jan-Jún 2011 uppgjör, þann 26. ágúst 2011.
• Júl-Des 2011 uppgjör, þann 24. febrúar 2012.
 
Jafnframt er fyrirhugað að halda aðalfund vegna ársins 2011, föstudaginn 23. mars 2012.

Verðhlutföll kindakjöts haustið 2011

Til að koma á móts við óskir innleggjenda birtir SS verðhlutföll kindakjöts haustið 2011. Verðhlutföllin hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins. Verðtafla verður síðan birt tímanlega fyrir sláturtíð.

Áætlað er að hefja slátrun miðvikudaginn 31. ágúst 2011 sem er um viku fyrr en slátrun hófst í haust. Fyrstu þrjár sláturvikurnar er gert ráð fyrir að hægt verði að slátra ám en eftir það hafa dilkar forgang til loka október.

Nánari upplýsingar um verðhlutföll kindakjöts haustið 2011.

 

Dagatal deildarfunda 2011

Tímasetning deildarfunda á árinu 2011.
 

 Dags  Deild  Staður
     
15/2 kl. 12:00 Hvalfjarðardeild, Borgarfjarðar- og Mýrardeild og Snæfells- og Hnappadalsdeild Hyrnan
 16/2 Hvammsdeild, Dyrhóladeild, A-Eyjafjalladeild, V-Eyjafjalladeild, A-Landeyjadeild, V-Landeyjadeild, Fljótshlíðar- og Hvolhreppsdeild Heimaland
 17/2 kl. 12:00 Daladeild     Strax Búðardal
 22/2  Kjósardeild Ásgarðsskóli
 23/2 Skeiðadeild, Gnúpverjadeild og Hrunamannadeild, Grímsnesdeild Flúðir
 24/2 Öræfadeild, Hörgslandsdeild, Kirkjubæjardeild, Skaftártungudeild og Álftavers- og Meðallandsdeild           Klaustur
 1/3 Gaulverjabæjardeild, Árborgardeild, Hraungerðisdeild, Villingaholtsdeild, Grímsnesdeild, Þingvalla- og Grafningsdeild og Ölfusdeild SS Selfossi
 2/3 Rangárvalladeild, Holta- og Landmannadeild, Ása- og Djúpárdeild Laugaland
 3/3 kl. 14:00 Biskupstungnadeild og Laugardalsdeild Reykholt

Fundirnir eru á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Allir fundirnir hefjast kl. 21:00 nema annað sé tekið fram. 

Tindfjallahangikjet – uppskriftir

Flottar uppskriftir af þessari frábæru jólavöru  birtust í jólahefti Gestgjafans þar sem meistarakokkurinn Úlfar Finnbjörnsson og ljósmyndarinn Kristinn Magnússon settu saman flotta grein um hvernig hægt er að bera kjetið fram. 

Hér eru sósur sem gott er að bera fram með þunnt skornu hangikjetinu og t.d. melónubitum.

0138369-tindfjallahangikjetmango          20101119_ge_hangikjot_027     

Piparrótarsósa
1 dl sýrður rjómi
1 dl majónes
1 msk. piparrótarmauk
2 msk. AB-mjólk
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
salt
pipar
Setjið allt í skál og blandið vel saman.    

Dill- og wasabi-vinaigrette
1 tsk. wasabi-mauk
1 tsk. hunang
1 tsk. límónusafi
1 tsk. límónubörkur, fínt rifinn
2 msk. dill, smátt saxað
1 dl olía
salt
nýmalaður pipar
 Setjið allt í skál og blandið vel saman.