Til að koma á móts við óskir innleggjenda birtir SS verðhlutföll kindakjöts haustið 2011. Verðhlutföllin hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins. Verðtafla verður síðan birt tímanlega fyrir sláturtíð.

Áætlað er að hefja slátrun miðvikudaginn 31. ágúst 2011 sem er um viku fyrr en slátrun hófst í haust. Fyrstu þrjár sláturvikurnar er gert ráð fyrir að hægt verði að slátra ám en eftir það hafa dilkar forgang til loka október.

Nánari upplýsingar um verðhlutföll kindakjöts haustið 2011.