Hækkun bændaverðs á hrossum

Í upphafi ársins 2007 hóf SS að leita fyrir sér með útflutning á hrossaafurðum, sem legið hafði niðri um nokkurt skeið eftir að Japansmarkaður lokaðist.  Á þeim tíma var mikið framboð á sláturhrossum.  Biðlistar með hundruðum hrossa voru hjá sláturleyfishöfum um allt land og afsetning hrossaafurða lítil sem engin.  Þá var bændaverð á HR1 A 61,20 kr/kg.
 
Skemmst er frá því að segja að samstarf við erlenda kaupendur hefur verið farsælt og skilað góðum árangri.  Nú er svo komið að framboð sláturhrossa hérlendis annar ekki eftirspurn og verð á erlendum mörkuðum fer hækkandi.

Það er ánægjulegt að geta nú tilkynnt um hækkun bændaverðs fyrir HRI A úr 105 kr/kg. í 130 kr/kg. og samsvarandi hækkun á öðrum flokkum hrossakjöts.  Hækkunin gildir frá og með mánudeginum, 28. febrúar og nemur u.þ.b. 24%.

Eftir þessa hækkun hefur bændaverð á hrossum meira en tvöfaldast frá árinu 2007.  SS hefur leitt þá hækkun og greiðir nú hæsta verð sláturleyfishafa fyrir hrossakjöt.

Nánari upplýsingar í afurðaverðskrá folalda og hrossa.

Verðskrá á Yara áburði 2011

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2011 liggur fyrir. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða staðgreiðsluafsláttur.  Verðskráin er sett fram í krónum en með gengisviðmiðun.

Áburðartegundir eru þær sömu og í fyrra auk þess sem áburðartegundin NPK 25-2-6 bætist við. Auk NPK inniheldur tegundin 0,8% Ca, 1,5% Mg, 3,8% S og 0,02% B. 

Við ráðleggjum viðskiptavinum að ganga frá pöntun eins fljótt og hægt er til að tryggja sér pöntunarafslátt. Einnig ráðleggjum við viðskiptavinum að nýta sér staðgreiðsluafslátt sem er hár og ná þannig hagstæðustu kjörum. Einnig standa til boða hagstæðir greiðslusamningar fyrir þá sem kjósa að dreifa greiðslum vegna áburðarkaupa.

Nánari upplýsingar: 

Nánari upplýsingar um YARA áburð er að finna hér.

 Verðskrá

Viðskiptakjör 

 






Félagatal og fulltrúafjöldi á aðalfundi 2011

FÉLAGATAL  OG  FULLTRÚAFJÖLDI  Á
AÐALFUNDI  SLÁTURFÉLAGS  SUÐURLANDS  SVF.      25. mars 2011
Deild Skaftafellssýsla:
10 Öræfadeild …………………………………… 7 félagar 1 fulltr.
12 Hörgslandsdeild …………………………….. 14 2
13 Kirkjubæjardeild ……………………………. 19 2
15 Skaftártungudeild ………………………….. 13 2
16 Álftavers- og Meðallandsdeild …………. 16 2
17 Hvammsdeild ……………………………….. 15 2
18 Dyrhóladeild ………………………………… 15 2
99 félagar 13 fulltr.
Rangárvallasýsla:
19 A-Eyjafjalladeild …………………………… 18 félagar 2 fulltr.
20 V-Eyjafjalladeild …………………………… 19 2
21 A-Landeyjadeild ……………………………. 29 3
22 V-Landeyjadeild ……………………………. 24 3
23 Fljótshlíðar- og Hvolshreppsdeild …….. 37 4
25 Rangárvalladeild ……………………………. 24 3
28 Holta- og Landmannadeild ……………… 30 3
29 Ása- og Djúpárdeild ……………………….. 27 3
208 félagar 23 fulltr.
Árnessýsla:
30 Gaulverjabæjardeild ……………………….. 14 félagar 2 fulltr.
31 Árborgardeild ……………………………….. 17 2
33 Hraungerðisdeild …………………………… 20 2
34 Villingaholtsdeild ………………………….. 16 2
35 Skeiðadeild …………………………………… 18 2
36 Gnúpverjadeild ……………………………… 24 3
37 Hrunamannadeild ………………………….. 35 4
38 Biskupstungnadeild ………………………… 27 3
39 Laugardalsdeild ……………………………… 14 2
40 Grímsnesdeild ……………………………….. 14 2
42 Þingvalla- og Grafningsdeild ……………. 9 1
43 Ölfusdeild …………………………………….. 14 2
222 félagar 27 fulltr.
Kjósarsýsla:
48 Kjósardeild …………………………………… 25 3
25 félagar 3 fulltr.
Borgarfjarðarsýsla:
49 Hvalfjarðardeild ……………………………. 24 félagar 3 fulltr.
50 Borgarfjarðar- og Mýrardeild ………….. 30 3
54 félagar 6 fulltr.
Snæfells- og Hnappadalssýsla:
57 Snæfells- og Hnappadalsdeild ………….. 33 félagar 4 fulltr.
33 félagar 4 fulltr.
Dalasýsla:
56 Daladeild ……………………………………… 10 félagar 1 fulltr.
10 félagar 1 fulltr.
Utan deilda:
55 Aðrir utan deilda …………………………… 17 0
17 félagar 0 fulltr.
* Virkir innleggjendur alls ………… 668 félagar
Fulltrúar alls ……………………………. 77 fulltr.
* Innleggjendur sem lagt hafa inn afurðir til félagsins að andvirði meira en 103 þ.kr. á liðnu ári

Hækkun á nautgripakjöti

Sala á nautgripakjöti hefur áfram þróast með jákvæðum hætti. Félagið hefur því ákveðið að hækka verð á nautgripakjöti til bænda frá og með næstkomandi mánudegi 14. febrúar 2011.

Um er að ræða hækkun á bilinu 20-49 kr/kg. 2-11% mismunandi eftir gæðaflokkun. Vegin meðaltalshækkun er liðlega 5,5%. Sem fyrr greiðir félagið sambærilegt verð og aðrir sláturleyfishafar á landinu.

Gripir eru staðgreiddir á mánudegi eftir innleggsviku.

Nánari upplýsingar um afurðaverð nautgripa.

Ný vara frá SS – Cordon Bleu

cordon_blue_1

Cordon Bleu frá SS er ný frystivara.  Cordon Bleu er matarmikið og seðjandi og þægilegt að grípa til í fljótlega og hagkvæma máltíð. Varan er í nýjum og neytendavænni umbúðum henta einstaklega vel í frysti þar sem að pokinn er endurlokanlegur.  Cordon Bleu er best að elda beint úr frysti,  t.d. á pönnu eða í ofni.  Vöruna má einnig elda í örbylgjuofni.  

Eldunarleiðbeiningar:


Örbylgjuofn
1 ½ mín 800w  ófrosnar
3 mín 800 w frosnar


Á miðlungsheitri pönnu
12 mín ófrosnar
20 mín frosnar


Bökunarofn
15 mín. 180°C ófrosnar
25 mín. 180°C frosnar


Næringargildi í 100 g
Orka  1047 kj / 250 kkal
Prótein  19g
Kolvetni 18g
Fita  11 g 
Natríum 0,9 g 


Innihald:
Grísakjöt, vatn, salt, krydd(sellerý),glúkósi, bindiefni (E1414,E450). Ostafylling: ostur, skinka(svínakjöt, vatn, kartöflumjöl, salt, sykur),ananassafi, rotvarnarefni,( E250),bindiefni (E407,E1442,E450), þráarvarnarefni(E301). Brauðhjúpur: Hveiti, vatn, egg, þrúgusykur, jurtaolía, ger ,salt, krydd, litarefni, (E110,E160) þráarvarnarefni(E330).