Flottar uppskriftir af þessari frábæru jólavöru  birtust í jólahefti Gestgjafans þar sem meistarakokkurinn Úlfar Finnbjörnsson og ljósmyndarinn Kristinn Magnússon settu saman flotta grein um hvernig hægt er að bera kjetið fram. 

Hér eru sósur sem gott er að bera fram með þunnt skornu hangikjetinu og t.d. melónubitum.

0138369-tindfjallahangikjetmango          20101119_ge_hangikjot_027     

Piparrótarsósa
1 dl sýrður rjómi
1 dl majónes
1 msk. piparrótarmauk
2 msk. AB-mjólk
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
salt
pipar
Setjið allt í skál og blandið vel saman.    

Dill- og wasabi-vinaigrette
1 tsk. wasabi-mauk
1 tsk. hunang
1 tsk. límónusafi
1 tsk. límónubörkur, fínt rifinn
2 msk. dill, smátt saxað
1 dl olía
salt
nýmalaður pipar
 Setjið allt í skál og blandið vel saman.