Kjarnfóður – tegundir

Kúafóður SS 16
Orkurík kjarnfóðurblanda með 16% hrápróteini. Inniheldur 20% af sykurrófum, aukið hlutfall af mettaðri pálmafitu og 27,5% af repjuköku sem aðal próteingafa.  Inniheldur fjölbreytt hráefni með góðan lystugleika.  Gott jafnvægi í stein- og snefilefnum og rík af kalsíum, fosfór og magnesíum.  Byggð upp með lægri sterkju og auknum sykrum til aukinnar mjólkurfitu.
Hentugt kjarnfóður til að auka mjólkurfitu.
Inniheldur ekki erfðabreytt hráefni!
Innihaldslýsing

Kúafóður SS 20
Orkurík kjarnfóðurblanda með 20% hrápróteini. Inniheldur 18% af sykurrófum og aukið hlutfall af sykrum til aukinnar mjólkurfitu.  Inniheldur fjölbreytt hráefni með góðan lystugleika.  Inniheldur aðeins 10% af hveiti og byggi (hraðmeltu kolvetni) oghentar því vel með heimaræktuðu byggi.  Gott jafnvægi í stein- og snefilefnum og rík af kalsíum, fosfór og magnesíum.
Hentugt kjarnfóður til að auka mjólkurfitu.
Inniheldur ekki erfðabreytt hráefni!
Innihaldslýsing

Kálfaeldisfóður
Próteinrík köggluð fóðurblanda ætluð kálfum á fyrri hluta vaxtartíma þegar vaxtarhraðinn er mestur. Fjölbreytt hráefni tryggja heppilega samsetningu með tilliti til þarfa kálfa. Kolvetnahráefnin eru aðallega maís, hveiti og bygg. Próteingjafarnir eru sojamjöl annars vegar og hins vegar hörfræ en hörfræ er mjög heppilegt hráefni m.t.t. kálfafóðrunar þar sem kolvetnahluti þess inniheldur efni sem örvar slímmyndun í meltingarfærum kálfa. Til viðbótar þessum hráefnum eru grasmjöl, ertur og melassi til að örva lystugleika blöndunnar.
Innihaldslýsing 

Nautaeldisfóður
Eldiskögglar eru ætlaðir til notkunar á síðustu mánuðum eldis fyrir slátrun.  Heppileg dagsgjöf er 2-3 kg með heyi.  Blandan er með fjölbreytta efnasamsetningu og er mjög lystug.  Próteinrík en orkusnauð.  Orkugjafarnir eru fjölbreyttir og blandan inniheldur bygg, hveiti, sykurrófur auk melassa sem kolvetnisgjafa.  Blandan er vítamín og steinefnabætt til að tryggja nægileg vítamín og steinefni í heildarfóðrinu.
Inniheldur ekki erfðabreytt hráefni!
Innihaldslýsing

Ærblanda SS
Orkurík kjarnfóðurblanda með 17,2% hrápróteini.  Inniheldur fjölbreytt hráefni með góðan lystugleika.  Inniheldur tormelt prótein fyrir hámarks ullarvöxt.  Gott jafnvægi í stein- og snefilefnum og rík af kalsíum, fosfór og magnesíum.  Inniheldur ekki kopar. 
Inniheldur ekki erfðabreytt hráefni!
Innihaldslýsing

 

Kjarnfóður – upplýsingar

SS er í samstarfi við Dansk Landbrugs Growareselskab (DLG) í innflutningi á kjarnfóðri.  DLG er stærsti framleiðandinn á kjarnfóðri í Danmörku með um 29.000 bændur sem félagsmenn. DLG er með um 46% markaðshlutdeild á kjarnfóðri í Danmörku auk þess að flytja út kjarnfóður. 

Nánari upplýsingar um DLG. 

Upplýsingar um kjarnfóður og móttaka á pöntunum:

Skrifstofa Fosshálsi 1, Reykjavík
Sími: 575 6000

Elías Hartmann Hreinsson deildarstjóri
Sími: 575 6005
Gsm: 898 0824 
Netfang: elias@ss.is

Bergur Pálsson sölufulltrúi
Sími:  894 0491
Netfang:bergur@yara.is

Sigrún Edda Halldórsdóttir, fulltrúi á skrifstofu
Sími: 575 6027
Gsm: 860 9849
Netfang: sedda@ss.is

Lára Kristjánsdóttir, fulltrúi á skrifstofu
Sími: 575 6031
Netfang: lara@ss.is

Dagatal deildarfunda 2008

Yfirlit yfir deildarfundardaga á árinu 2008.

 Dags  Deild  Staður
     
 20/2 Kjósardeild Ásgarðsskóli
 21/2 Skeiðadeild, Gnúpverjadeild og Hrunamannadeild Flúðir
 27/2 Rangárvalladeild, Holta- og Landmannadeild, Ása- og Djúpárdeild Laugaland
 28/2 Gaulverjabæjardeild, Árborgardeild, Hraungerðisdeild, Villingaholtsdeild, Grímsnesdeild, Þingvalla- og Grafningsdeild og Ölfusdeild SS Selfossi
 5/3 Öræfadeild, Hörgslandsdeild, Kirkjubæjardeild, Skaftártungudeild og Álftavers- og Meðallandsdeild Klaustur
 6/3 Biskupstungnadeild og Laugardalsdeild Reykholt
 11/3 Hvalfjarðardeild, Borgarfjarðar- og Mýrardeild og Snæfells- og Hnappadalsdeild Hótel Borgarnes
 12/3 Hvammsdeild, Dyrhóladeild, A-Eyjafjalladeild, V-Eyjafjalladeild, A-Landeyjadeild, V-Landeyjadeild, Fljótshlíðar- og Hvolhreppsdeild Heimaland
 13/3 Daladeild Árblik

Allir fundirnir hefjast kl. 21:00 nema fundur í Daladeild sem byrjar kl. 15:00.