Slátrun gengur vel og leyfi fæst til útflutnings til Kanada

Sauðfjárslátrun á Selfossi er nú í fullum gangi og hefur leyfileg dagsslátrun fengist hækkuð í 2.200 stk. á dag og er því slátrað 11.000 stk. á viku.  Mikil úrvinnsla afurða fer fram á staðnum.  Innmatur er hirtur fyrir slátursölu sem gengur vel þetta árið, öll svið eru fullverkuð samdægurs, garnir hirtar til útflutnings og gærur saltaðar, sömuleiðis til útflutnings.  Hluti kjötsins er frystur og hluti fer ferskur í útflutning og á innanlandsmarkað.  Meðalfallþungi dilka það sem af er sláturtíð er 15,5 kg. Um það bil 130 manns vinna nú á Selfossi þar af u.þ.b. 50 útlendingar frá Norðurlöndum, Nýja-Sjálandi og víðar. Mikið mæðir á starfsfólki  þegar slátrun er í hámarki, en þarna er vaskur og samstilltur hópur sem vinnur sín verk af gleði og ábyrgð.  Einar Hjálmarsson sláturhússtjóri og Hermann Árnason stöðvarstjóri til hægri á myndinni.

Úttekt bandarísks eftirlitsmanns á sláturhúsi, skurðar- og pökkunaraðstöðu fór fram þann 9. september og stóðst húsið kröfur sem gerðar eru til húsa sem flytja út kjöt á Bandaríkjamarkað.  Þann 5. október fór svo fram úttekt eftirlitsmanns kanadískra stjórnvalda með tilliti til útflutningsleyfis fyrir dilkakjöt þangað.  Stóðst húsið allar kröfur og mun í framhaldinu verða á lista yfir þá aðila sem flytja mega kjöt til Kanada.  Fyrir hafði húsið Evrópuleyfi.  Þar með hefur sauðfjárhúsið á Selfossi leyfi til að flytja og verka kjöt á þá markaði sem mestar kröfur gera m.t.t. verkunar, búnaðar og vinnubragða.  Úttektir eftirlitsmanna  eru flóknar og krefjandi  og taka til innra eftirlits, hreinlætiseftirlits, vinnubragða, öryggismála  og ástands húss og búnaðar.  Ljóst er af þessu að sláturhúsið á Selfossi er á heimsmælikvarða, enda ástand húss og búnaðar, vinnubrögð starfsfólks og umgengni til fyrirmyndar.

Nokkur þróun hefur orðið í þeim flutningatækjum sem flytja fé að húsinu, enda nauðsynlegt þar sem flutningsvegalengdir aukast.  Sláturfélagið hefur keypt einn sérhæfðan vagn auk þess sem verktakar hafa endurnýjað bíla og keypt vagn.  Nú fer mestur hluti flutninganna fram með tækjum sem sérstaklega eru gerð til gripaflutninga.  Bætir það meðferð gripa, eykur flutningsgetu og flýtir vinnu við losun og lestun.

Hjalti Gunnarsson frá Fossnesi við nýja bílinn ásamt vagni sem flutt getur um 460 fjár.

Hefğbundinni sláturtíğ lokiğ

Hefğbundinni sauğfjársláturtíğ er lokiğ og héğan í frá verğur slátrağ einn dag í viku á Selfossi fram í miğjan desember.  Sláturfjöldi er núna kominn í 104. 500  stk. og endar trúlega í 108 şúsund şegar kemur fram í desember.

Slátrunin hefur gengiğ mjög vel og er şar mest ağ şakka frábæru starfsfólki sem unniğ hefur störf sín af einstakri gleği og trúmennsku.

Búiğ er ağ ákveğa verğ á gærum en greitt verğur 61 kr/stk fyrir lambsgærur og ekkert fyrir ærgærur.  Mjög lágt verğ er á gærumörkuğum um şessar mundir og sala hefur gengiğ treglega, nánari upplısingar er ağ finna undir upplısingum um afurğaverğ.

Fréttabréf 30. september 2005

Fréttabréf 30. september 2005 á pdf formi

Stjórn SS ákveður að greiða 3% uppbót á afurðaverð til bænda og hækka jafnframt yfirborganir á sauðfé í nóvember og desember til að auðvelda tilfærslu slátrunar.  Bændur hvattir til að hafa samband við deildarstjóra eða sláturhúsið á Selfossi hyggist þeir nýta sér þá hagkvæmni sem felst í sauðfjárslátrun í nóvember og desember.  Nánari upplýsingar er að finna í nýútkomnu fréttabréfi SS.

Afkoma á fyrri árshelmingi 2005

Fréttatilkynningin í heild ásamt 5 ára yfirliti í pdf. skjali

• Tekjur á fyrri árshelmingi 2.218,4 mkr.
• Afkoma batnar milli ára um 269,0 mkr.
• Hagnaður af sölu eigna 140,5 mkr. en 45,3 mkr. í fyrra.
• 182,0 mkr. hagnaður á fyrri árshelmingi, en 87,0 mkr. tap á fyrri árshelmingi árið áður.

Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélagi þess, Reykjagarði hf. sem Sláturfélagið á 51% hlut í.   

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2005 var 182,0 mkr.  Á sama tímabili árið áður var 87,0 mkr. tap.  Eigið fé Sláturfélagsins er rúmar 1.372 mkr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 41%.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 2.218 mkr. á fyrri árshelmingi ársins 2005, en 2.048 mkr. á sama tíma árið áður og hækka því um rúm 8%.
 
Launakostnaður, annar rekstrarkostnaður og afskriftir eru nær óbreytt.  Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 77 mkr., en 50 mkr. tap árið áður.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 35 mkr., en voru 79 mkr. árið áður.  Gengistap nam 3 mkr. samanborið við 22 mkr. á sama tímabili í fyrra.  Hagnaður af sölu hlutabréfa var 127 mkr.  en eignarhluti í Ferskum kjötvörum hf. var seldur.  Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um 3 mkr. en árið áður neikvæð um 3 mkr.  Að teknu tilliti til 10 mkr. hlutdeildar minnihluta í afkomu var hagnaður af rekstri tímabilsins 182,0 mkr. en 87,0 mkr. tap á sama tíma árið áður.

Veltufé frá rekstri var 143 mkr. á fyrri árshelmingi ársins 2005, samanborið við 9 mkr. fyrir sama tímabil árið 2004. 

Heildareignir Sláturfélagsins 30. júní  voru 3.343 mkr. og eiginfjárhlutfall 41%.  Veltufjárhlutfall var 2,0 í lok júní 2005, en 1,9 árið áður. 

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í apríl s.l. var í maímánuði greiddur 13,91% arður af B-deild stofnsjóðs alls 25 mkr. og reiknaðir 6% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 12 mkr.

Áhrif innleiðingar alþjóðlegra reikningsskilastaðla

Á stjórnarfundi Sláturfélags Suðurlands í dag 19. ágúst 2005 samþykkti stjórn félagsins árshlutareikning þess fyrir fyrri árshelming ársins 2005.  Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins.  Árshlutareikningurinn er nú gerður samkvæmt nýjum alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) sem fylgja ber samkvæmt reglum Kauphallar Íslands. Áhrif upptöku alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna á eigið fé samstæðunnar eru þau að bókfært eigið fé í ársbyrjun 2005 lækkar um 39,6 mkr.  Í árshlutareikningnum er gerð grein fyrir þeim breytingum.

Stjórn félagsins samþykkti jafnframt að framvegis birti Sláturfélagið upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti í samræmi við heimildir í reglum félaga á Tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands.


Staða og horfur                                                                                                                                                Sláturfélagið er með sterka stöðu í slátrun og rekur nú eina hagkvæma rekstrareiningu á Selfossi eftir að hafa lokað öðrum sláturhúsum, jafnframt því sem sala á lambakjöti hefur verið mun betri en oft áður.

Á Hvolsvelli er vel tækjum búin kjötvinnsla þar sem framleiddar eru vörur sem margar hverjar eru með afar sterka stöðu á neytendamarkaði. 

Innflutningsdeildir félagsins hafa bætt stöðu sína á markaði og sala aukist, sérstaklega á tilbúnum áburði til bænda.

Aðstæður á kjötmarkaði hafa færst til jafnvægis sem á að leiða til betri afkomu í rekstri félagsins á síðari árshelmingi.

Nánari upplýsingar veitir Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000


Reykjavík, 19. ágúst 2005
Sláturfélag Suðurlands svf.

Síðustu vinningshafarnir í SS pylsuleiknum

Þá er búið að draga út síðasta aðalvinninginn. Þau sem hljóta vinninginn, fjölskylduferð að andvirði 200.000 krónur frá Úrvali Útsýn, eru Einar Þór Árnason og Elín Kristín Sæmundsdóttir á Hvolsvelli . Við óskum þeim innilega til hamingju með vinninginn. Búið er að senda tölvupóst á alla þá sem fengu vinning í sumarleiknum okkar og óskum við þeim innilega til hamingju.