Fréttabréf 30. september 2005 á pdf formi

Stjórn SS ákveður að greiða 3% uppbót á afurðaverð til bænda og hækka jafnframt yfirborganir á sauðfé í nóvember og desember til að auðvelda tilfærslu slátrunar.  Bændur hvattir til að hafa samband við deildarstjóra eða sláturhúsið á Selfossi hyggist þeir nýta sér þá hagkvæmni sem felst í sauðfjárslátrun í nóvember og desember.  Nánari upplýsingar er að finna í nýútkomnu fréttabréfi SS.