Sláturmarkaður 2006

Hinn árlegi sláturmarkaður SS og Hagkaupa er enn í fullum gangi og hefur farið vel af stað.  Gaman er að segja frá því að ungt fólk hefur verið áberandi í innkaupum sínum nú í ár, á þessum þjóðlega mat! 

 
 
 
 
Á fjölmörgum heimilum safnast fjölskyldur saman til að taka slátur á haustin og viðhalda þannig þessum skemmtilega og þjóðlega siði sem hefur verið hér á landi í tímanna rás. 
Sláturmarkaðurinn er starfræktur í Hagkaupum Skeifunni og er opnunartíminn sem hér segir:
  Þriðjudaga til föstudaga frá kl.14.00 til 20.00
  Laugardaga frá kl.10.00 til 18.00
  Sunnudaga frá kl.12.00 til 18.00 
Síðasti dagur sláturmarkaðarins er ráðgerður fyrsta vetrardag, laugardaginn 21.október og fer því hver að verða síðastur.
 

Keppni í SS bikarnum 2007 að hefjast

Á morgun, fimmtudaginn 5.október, verður dregið í 32 liða úrslit karla og 16 liða úrslit kvenna í SS bikarkeppninni.  Karlaliðin leika 17. og 18.október 2006 og kvennaliðin leika 24. og 25.október 2006.

Í pottinum karlamegin eru 31 lið og situr 1 lið hjá en það er Fram.

Í pottinum kvennamegin eru 12 lið og sitja 4 lið hjá. Það eru ÍBV, Haukar, Valur og það lið sem kemur seinast uppúr pottinum.

Á hsi.is má finna hvaða lið drógust saman.

Verğ á nautakjöti til bænda hækkar

Nı afurğaverğskrá nautgripa hefur tekiğ gildi.  Verğbreytingarnar eru í takt viğ ağstæğur sem nú ríkja á kjötmarkaği fyrir naut. Şessar breytingar eru helstar:
* UN 1 ÚA hækkar um 2,4% eğa úr 416 kr í 426 kr.
* UN 1 ÚA<230 hækkar um 3,9% eğa úr 386 kr í 401 kr.
* UN 1 ÚM hækkar um 4,7% eğa úr 316 kr í 331 kr.
* UN 1 A hækkar um 3,6% eğa úr 387 kr í 401 kr.
* UN 1 A<210 kg hækkar um 5,7% eğa úr 351 kr í 371 kr.
* UN 1 B<210 kg hækkar um 7,8% eğa úr 321 kr í 346 kr.
* UN 1 C hækkar um 3,7% eğa úr 291 kr í 306 kr.
* UN 1 M+ hækkar um 3,5% eğa úr 339 kr í 351 kr.
* UN 1 M hækkar um 2,9% eğa úr 311 kr í 320 kr.

Şá hækkar SS einnig verğ á kjöti af kvígum og kúm:
* K1 UA hækkar um 2,8% eğa úr 322 kr í 331 kr.
* K1 A hækkar um 4,6% eğa úr 307 kr í 321 kr.
* K1 B hækkar um 3,8% eğa úr 266 kr í 276 kr.
* K 3 hækkar um 11% eğa úr 181 kr í 201 kr.

Bændum er bent á ağ hafa samband viğ sláturhúsiğ á Selfossi vegna sláturpantana. 
Sjá nánar um verğ á nautgripakjöti til bænda í afurğaverğskrá

Fréttabréf 28. september 2006

Fréttabréf 28. september á pdf.formi.

SS innleiddi breytingu á greiðslutilhögun sauðfjár í landinu með því að hefja staðgreiðslu alls sauðfjárinnleggs.  Þessari breytingu hefur verið ákaflega vel tekið af bændum og margir lýst mikilli ánægju með að fá fullnaðaruppgjör strax og auðvelda yfirsýn yfir tekjur sem innlegg hverrar viku skilar.  Greiðslufyrirkomulag sauðfjár, kjötmat, sölu folaldabeina til lyfjagerðar, nautgripaviðskipti og margt fleira er komið inn á í nýju fréttabréfi SS.

Breyting á 1944 réttunum

Breyting á 1944 réttunum

Á undanförnum mánuðum hafa staðið yfir breytingar á umbúðum 1944 réttanna, sem neytendur ættu nú þegar að hafa orðið varir við. Hluti réttanna er nú kominn í stærri og veglegri 3ja hólfa bakka í stað 1-2 hólfa áður. Skammtar hafa stækkað og bætt hefur verið við meðlæti. Jafnframt hefur útliti umbúða verið breytt.

Eftirfarandi réttir í 3ja hólfa bökkum eru nú komnir í sölu:

Hangikjöt           Kjötbollur       Fiskibollur                Kálbögglar         Kindabjúgu