Hinn árlegi sláturmarkaður SS og Hagkaupa er enn í fullum gangi og hefur farið vel af stað.  Gaman er að segja frá því að ungt fólk hefur verið áberandi í innkaupum sínum nú í ár, á þessum þjóðlega mat! 

 
 
 
 
Á fjölmörgum heimilum safnast fjölskyldur saman til að taka slátur á haustin og viðhalda þannig þessum skemmtilega og þjóðlega siði sem hefur verið hér á landi í tímanna rás. 
Sláturmarkaðurinn er starfræktur í Hagkaupum Skeifunni og er opnunartíminn sem hér segir:
  Þriðjudaga til föstudaga frá kl.14.00 til 20.00
  Laugardaga frá kl.10.00 til 18.00
  Sunnudaga frá kl.12.00 til 18.00 
Síðasti dagur sláturmarkaðarins er ráðgerður fyrsta vetrardag, laugardaginn 21.október og fer því hver að verða síðastur.