Á morgun, fimmtudaginn 5.október, verður dregið í 32 liða úrslit karla og 16 liða úrslit kvenna í SS bikarkeppninni.  Karlaliðin leika 17. og 18.október 2006 og kvennaliðin leika 24. og 25.október 2006.

Í pottinum karlamegin eru 31 lið og situr 1 lið hjá en það er Fram.

Í pottinum kvennamegin eru 12 lið og sitja 4 lið hjá. Það eru ÍBV, Haukar, Valur og það lið sem kemur seinast uppúr pottinum.

Á hsi.is má finna hvaða lið drógust saman.