Fréttasafn

Nýtt fréttabréf og verðskrá vegna innlagðs kindakjöts haustið 2012

Nýtt fréttabréf er komið út ásamt verðskrá SS á innlögðu kindakjöti haustið 2012. Grunnverðskrá dilkakjöts hækkar um 3% frá fyrra ári jafnframt því sem bætt er við sláturviku í nóvember með 10% álagi sem hækkar meðalverð. Ekki er hækkun á kjöti af fullorðnu fé....

Frábær árangur Halldórs Eyþórs, SS manns

Halldór Eyþórsson starfaði um langt árabil sem einn af öflugustu sölumönnum félagsins. Auk þess að vera frábær sölumaður er Halldór öðrum sterkari og með þeim bestu í kraftlyftingum á landinu. SS hefur styrkt Halldór til keppni og gerði það einnig nú þó hann starfi...

SS á Facebook

Nú hefur SS haldið innreið sína á samfélagsmiðlana með dyggri aðstoð Árna pylsusala.   Inni á nýrri Facebook síðu SS er skemmtilegur leikur  "Pylsusálgreining Árna"  sem gengur út á að þátttakendur velji meðlæti með uppáhalds pylsunni sinni og...

Ný sending af rúlluplasti, neti og garni

  Höfum fengið sendingu af rúlluplasti, neti og garni. Bjóðum upp á gott verð og greiðslukjör.  Sjá verðskrá á heimasíðunni. Bjóðum uppá hágæða rúlluplast frá Trioplast í Svíþjóð.  Um er að ræða Tenospin plast, sem er þrautreynt og hefur reynt afbragðs...

SS – Fremstir fyrir námið

  Kjötskurðarnám byggt á raunfærnimati - útskrift fyrstu nema! Í vikunni var brotið blað í menntasögu matvælagreina þegar fyrstu nemarnir úr kjötskurðarnámi byggðu á raunfærnimati voru útskrifaðir í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli. Uppbygging námsins, kennslugögn og...

Verðhlutföll kindakjöts haustið 2012

SS birtir nú verðhlutföll á kindakjöti fyrir komandi haust. Ekki eru gerðar miklar breytingar frá fyrra hausti en að teknu tilliti til góðra ábendinga eru gerðar þær breytingar að upphafi samfelldrar slátrunar er seinkað um viku og verður eins og haustið...

Heimkeyrsla á kjarnfóðri hækkar

Vegna hækkana á flutningskostnaði einkum olíu verður ekki hjá því komist lengur að hækka heimkeyrslu á kjarnfóðri. Hækkunin er 9% og gildir frá 12. mars 2012. SS hefur ekki hækkað heimkeyrslu á fóðri síðan 1. mars 2011.

Bændaverð á nautgripum hækkar um 2,6%

SS hefur hækkað bændaverð allra flokka nautgripa frá og með 12. mars sl.  Hækkunin nemur allt að 3,3% í einstökum flokkum, en vegin meðaltalshækkun er 2,6%. UN1A hækkar þannig um 17 kr/kg. og KIUA um 12 kr/kg. svo dæmi séu tekin.  Ekki eru gerðar breytingar...

SS greiðir 2,15% uppbót á afurðaverð

Stjórn SS hefur ákveðið að greiða bændum 2,15% uppbót á afurðaverð allra kjöttegunda fyrir árið 2011. Uppbótin verður greidd inn á bankareikninga bænda 12. mars næstkomandi. Stefna SS er að greiða samkeppnishæft afurðaverð hverju sinni og góð afkoma liðins árs...

Verðskrá Yara 2012 – verðlækkun

Ákveðið hefur verið á lækka verð á áburðartegundunum NP 26-6, NPK 24-4-7 og NPK 15-7-12 en verðskrá Yara var birt 25. janúar s.l. Þetta er gert til að tryggja viðskiptavinum okkar afar hagstætt verð á einkorna Yara áburði. Þeir fjölmörgu bændur sem þegar hafa pantað...