SS birtir nú verðhlutföll á kindakjöti fyrir komandi haust. Ekki eru gerðar miklar breytingar frá fyrra hausti en að teknu tilliti til góðra ábendinga eru gerðar þær breytingar að upphafi samfelldrar slátrunar er seinkað um viku og verður eins og haustið 2010. Fyrir samfellda slátrun er nú boðið upp á tvo staka sláturdaga í ágúst sem ætti að koma sér vel fyrir bændur sem vilja hefja slátrun að hluta til snemma. Einnig er bætt við fjórum sláturdögum í nóvember í viku 45 með 110% verðhlutfalli sem hentar þeim sem geta slátrað seint.

Breytingar sem nú eru gerðar byggja á reynslu síðasta hausts og ættu að stuðla að betri þjónustu við bændur og á sama tíma góðri nýtingu sláturhússins og lægri sláturkostnaði.

Verðhlutföll kindakjöts haustið 2012 – nánari upplýsingar.