Fréttabréf SS – 4. tbl. 2021

Í fréttabréfinu er fjallað um afkomu SS á fyrri árshelmingi en afkoma samstæðunnar batnaði mikið frá fyrra ári. Í september var endanlega lokið við endurfjármögnun SS móðurfélags en tekin voru ný lán að fjárhæð 1,7 milljarður og öll eldri lán greidd upp.

Sauðfjárslátrun stendur yfir en í haust hefur reynt meira á starfsfólk en mörg undanfarin ár. Með góðu og samstilltu starfsfólki er komið gott rennsli á línuna og fullum afköstum náð. Keyptur var nýr gæruafdragari auk þess sem nýr plötufrystir var tekinn í notkun. Aðstæður til útflutnings á dilkakjöti eru hagstæðar í haust og gert ráð fyrir að flutt verði út yfir 500 tonn af dilkakjöti.

Fjallað er um starfsemi Reykjagarðs en rekstur félagsins hefur skilað góðum ávinningi til SS og styrkt rekstur samstæðunnar. Rekstur Reykjagarðs hefur einnig mikla þýðingu  fyrir samfélagið á Suðurlandi en verulegur hluti kjúklingaeldis er í höndum bænda. Starfsemi Reykjagarðs og SS gerir samstæðu félagsins að stærsta vinnuveitanda á Suðurlandi.

Farið er yfir stöðuna á kjötmarkaði en ágúst var góður bæði framleiðslu- og sölulega. Fjallað er um vörunýjungar en sett var m.a. á markað ný pakkning af ungneytahakki. Kynning er í fréttabréfinu á Marlenu Nogal verkstjóra á Hvolsvelli.

Áburður hefur á árinu hækkað mikið á heimsmarkaði. Við þessar aðstæður er enn mikilvægara að kalka til að bæta nýtingu áburðar. Haustið er góður tími til að kalka en SS selur Dolemit Mg kalk sem er til afgreiðslu um allt land.

Fréttabréf 2021 4. tbl. á pdf formi.

Afurðaverðskrá sauðfjár 2021

SS hefur ákveðið að hækka meðalverð fyrir innlagt dilkakjöt um 6% frá fyrra ári. Samhliða eru gerðar nokkrar breytingar á verðhlutföllum eins og kynnt var í nýlegu fréttabréfi. Af þessu leiðir að sumir flokkar hækka um meira en 6% en aðrir minna og í tilfelli lökustu flokkanna lækkar verð. Fullorðið fé er hækkað um 3%. Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.

Tilgangurinn með breyttum verðhlutföllum dilkakjöts er að hvetja til framleiðslu á gæðakjöti í samræmi við óskir markaðarins.

Eins og áður eru töluverðar yfirborganir í upphafi sláturtíðar sem er hagkvæmt fyrir þá sem geta að nýta sér.

Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur og nýtur félagið sterkrar fjárhagsstöðu sinnar.

Það er nokkur óvissa á markaði innanlands og utan vegna Covid-19 en SS hefur trú á hægt verði að ná eðlilegri verðmyndun á markaði og neytendur muni áfram meta afburða gæði íslensks lambakjöts.

 

Fréttabréf SS – 3. tbl. 2021

Að þessu sinni er umfjöllun um sölumál nautakjöts en unnið er að því að auka sölu til að draga úr biðlistum eftir slátrun.  Kynnig er á breyttum verðhlutföllum á EUROP matkerfinu fyrir dilka til að samræma betur verðhlurföll og mat á verðmætum einstakra flokka. Ekki er gert ráð fyrir að greiða álag á þyngri dilka í haust en láta breytinguna á verðhlutföllum EUROP flokka nægja fyrir komandi haust. Gert er ráð fyrir að aðgangur að Selfossi verði áfram lokaður í haust vegna sóttvarna.

Fjallað er um stöðuna á kjötmarkaði en umframbirgðir kindakjöts hafa lækkað. Ítarlega er farið yfir þróun hlutdeildar SS í slátrun eftir kjötgreinum frá árinu 2000 – 2020. Kynntar eru nýjar vörur. Að þessu sinni er kynning á Kristínu Bjarnadóttir á Selfossi sem hefur starfað í 47 ár hjá SS. Í lokin er umfjöllun um framleiðslu á kjöti á Íslandi og stuðningskerfið á bak við kjötframleiðsluna.

Fréttabréf 2021 3. tbl. á pdf formi.