Að þessu sinni er umfjöllun um sölumál nautakjöts en unnið er að því að auka sölu til að draga úr biðlistum eftir slátrun.  Kynnig er á breyttum verðhlutföllum á EUROP matkerfinu fyrir dilka til að samræma betur verðhlurföll og mat á verðmætum einstakra flokka. Ekki er gert ráð fyrir að greiða álag á þyngri dilka í haust en láta breytinguna á verðhlutföllum EUROP flokka nægja fyrir komandi haust. Gert er ráð fyrir að aðgangur að Selfossi verði áfram lokaður í haust vegna sóttvarna.

Fjallað er um stöðuna á kjötmarkaði en umframbirgðir kindakjöts hafa lækkað. Ítarlega er farið yfir þróun hlutdeildar SS í slátrun eftir kjötgreinum frá árinu 2000 – 2020. Kynntar eru nýjar vörur. Að þessu sinni er kynning á Kristínu Bjarnadóttir á Selfossi sem hefur starfað í 47 ár hjá SS. Í lokin er umfjöllun um framleiðslu á kjöti á Íslandi og stuðningskerfið á bak við kjötframleiðsluna.

Fréttabréf 2021 3. tbl. á pdf formi.