SS greiðir 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2021

Stjórn SS hefur ákveðið í ljósi mikilla hækkana á rekstrarvörum bænda að greiða 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2021 og mæta þannig hluta þess kostnaðarauka sem bændur eru að verða fyrir.

Í heild verða um 83 m.kr. greiddar til bænda með þessum hætti í byrjun janúar.

Stjórn og starfsfólk SS þakkar félagsmönnum samstarfið á árinu og óskar öllum gleðilegra hátíða.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2022

Áætlað er að hefja sauðfjárslárun þriðjudaginn 6. september 2022 og ljúka slátrun 3. nóvember.

Taflan sýnir eingöngu verðhlutföll milli sláturvikna en ekki verðið sjálft. Verðhlutföll hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins. Breytingar eru þær helstar að yfirborgun fyrstu sláturviku er hækkuð um 1%, yfirborgun annarrar sláturviku er lækkuð um 1% og yfirborgun þriðju sláturviku er hækkuð um 2%.

Vegna mikillar verðhækkunar á áburði er líklegt að nokkur fjöldi bænda vilji flýta slátrun.

Það er mikilvægt fyrir bændur og félagið að átta sig á breytingum sem gætu orðið. Í því skyni verður óskað eftir sláturpöntunum miklu fyrr en verið hefur og reiknað með að senda í byrjun júní bréf til bænda til að fá sláturpantanir nálægt miðjum júní. Bændur verða að vita í tíma hvort þeir koma fé að þær vikur sem óskað er eftir og félagið verður að geta brugðist við eins og hægt er.

Ef mikil breyting verður á dreifingu sláturpantana verður að áskilja rétt til að breyta yfirborgunum vikna til að jafna aðsókn.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2022

Fréttabréf SS – 5. tbl. 2021

Í fréttabréfinu er fjallað um hvort SS eigi að byggja nýtt stórgripasláturhús en stórgripasláturhúsið á Selfossi er komið til ára sinna.

Sauðfjársláturtíð er lokið og gekk áfallalaust fyrir sig þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Starfsmenn félagsins á Selfossi ásamt öðrum sem komu að sláturtíðinni lögðu mikið á sig til að allt gengi upp og eiga miklar þakkir fyrir. Slátrað var um 106.500 kindum sem er fækkun um 1% en aukin fallþyngd gerði að aukning um 3,5% var á innvegnu magni en meðalþyngd dilka hækkaði milli ára um 4,5%. Áhyggjuefni er hins vegar að spár um innlegg næstu ára á landsvísu gera ráð fyrir umtalsverði fækkun fjár á komandi árum.

Farið er ítarlega yfir verðmæti dilka og þær breytingar sem gerðar voru á verðhlutföllum flokka fyrir sláturtíð en gerð var skurðarmæling til að meta niðurstöðu breytinganna með það að markmiði að meta hvort þörf sé fyrir frekari aðlögun á verðhlutföllum flokka fyrir næstu sláturtíð.

SS og Reykjagarður eiga hlut í Orkugerðinni en verksmiðjan er mikilvægur hlekkur í umhverfisstefnu félaganna og stuðlar að því að allar afurðir, sem ekki nýtast til manneldis eða dýrafóðurs, verði að verðmætum.

Farið er yfir stöðuna á kjötmarkaði og þær breytingar sem hafa orðið á árinu.

Staðan á áburðarmörkuðum er afar erfið, framboðsskortur og hátt verð, sem getur leitt til matvælaskorts og verðhækkana á matvælum. SS mun gera grein fyrir fyrirkomulagi á sölu áburðar er salan hefst.

Kynnig er í fréttabréfinu á vinsælustu jólavörum félagsins en gæðavörur frá SS er góður valkostur. Einnig farið yfir vöruþróun og helstu nýjungar. Elín Björg Ólafsdóttir sölumaður á langan og farsælan starfsferill hjá SS en kynnig er í fréttabréfinu á hennar góðu störfum fyrir félagið.

Fréttabréf 2021 5. tbl. á pdf formi