SS greiðir 2% viðbót á allt afurðainnlegg 2019

Rekstur SS gekk gekk vel á liðnu ári. Í samræmi við stefnu félagsins greiðir SS hluta af afkomu sinni til innleggjenda sem viðbót á afurðainnlegg liðins árs.

Greidd verður 2% viðbót á allt afurðainnlegg, samtals 33,8 milljónir króna, til bænda 6. mars næstkomandi.

Frá árinu 2012 er þessi stefna var mótuð hefur félagið greitt samtals 287 milljónir króna sem viðbót á afurðaverð.

Verðlækkun á kúm

Vegna birgðasöfnunar og aukins framboðs meðal annars frá innflutningi þá var verðskrá fyrir kýr lækkuð um 10% frá og með 1. janúar s.l. Engin breyting var á öðrum flokkum. Verðbreytingin var kynnt á deildarstjórafundi 13. desember s.l. og sett á vef félagsins fyrir áramót. Því miður láðist að birta frétt um verðbreytinguna og er beðist velvirðingar á því.