Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2023

Áætlað er að hefja sauðfjárslárun þriðjudaginn 6. september 2023 og ljúka slátrun 31. október.

Taflan sýnir eingöngu verðhlutföll milli sláturvikna en ekki verðið sjálft. Verðhlutföll hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins. Breytingar eru þær helstar að yfirborgun sláturviku 38 er hækkuð úr 5% í 7% og bætt er við 4% yfirborgun í viku 39. Einnig eru 3 sláturdagar í nóvember felldir út, þannig að slátrun lýkur 31. október.

Það er mikilvægt fyrir bændur og félagið að átta sig á breytingum sem gætu orðið. Í því skyni verður óskað eftir sláturpöntunum miklu fyrr en verið hefur og reiknað með að senda í byrjun júní bréf til bænda til að fá sláturpantanir fyrir lok júní. Bændur verða að vita í tíma hvort þeir koma fé að þær vikur sem óskað er eftir og félagið verður að geta brugðist við eins og hægt er.

Ef mikil breyting verður á dreifingu sláturpantana verður að áskilja rétt til að breyta yfirborgunum vikna til að jafna aðsókn.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2023

Hækkun á afurðaverðskrá sauðfjár og eingreiðsla á allar afurðategundir

SS hefur ákveðið að hækka enn frekar afurðaverðskrá sauðfjár frá áður birtri verðskrá 15. ágúst. Flokkur U3 er hækkaður um 13 kr/kg og E flokkar eru hækkaðir um 20 – 30 kr/kg. Meðalverð fyrir dilkakjöt með yfirborgunum er áætlað um 718 kr/kg eftir þessa breytingu. Að teknu tilliti til 30 kr/kg eingreiðslu er meðalverð áætlað um 748 kr/kg. Meðalhækkun verðskrár frá fyrra hausti verður 33,7% með þessari breytingu.

Greidd verður 30 kr/kg eingreiðsla sem viðbót á afurðaverð allra kjöttegunda vegna innleggs á árinu 2022 til að mæta erfiðum aðstæðum hjá bændum. Með þessu er gætt jafnræðis milli innleggjanda hjá félaginu. Eingreiðsla á stórgripainnlegg janúar – ágúst greidd  föstudaginn 23. september 2022. Eingreiðsla á sauðfjárinnlegg greidd föstudaginn 25. nóvember 2022 og eingreiðsla á stórgripainnlegg september – desember greidd föstudaginn 20. janúar 2023.

Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur.

Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.

Breyting til hækkunar á afurðaverðskrá sauðfjár og eingreiðsla á allar afurðategundir

SS hefur ákveðið að hækka enn frekar afurðaverðskrá sauðfjár frá áður birtri verðskrá 11. ágúst. Meðalverð fyrir dilkakjöt með yfirborgunum er áætlað um 714 kr/kg eftir þessa breytingu. Að teknu tilliti til 30 kr/kg eingreiðslu er meðalverð áætlað um 744 kr/kg.

Greidd verður 30 kr/kg eingreiðsla sem viðbót á afurðaverð allra kjöttegunda vegna innleggs á árinu 2022 til að mæta erfiðum aðstæðum hjá bændum. Með þessu er gætt jafnræðis milli innleggjanda hjá félaginu. Eingreiðsla á stórgripainnlegg janúar – ágúst greidd  föstudaginn 23. september 2022. Eingreiðsla á sauðfjárinnlegg greidd föstudaginn 25. nóvember 2022 og eingreiðsla á stórgripainnlegg september – desember greidd föstudaginn 20. janúar 2023.

Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur.

Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.

Hækkun á afurðaverðskrá sauðfjár og eingreiðsla á allar afurðategundir

SS birti afurðaverð fyrir sauðfé 14. júní s.l. með þeim fyrirvara að verðskráin kynni að verða endurskoðuð þegar fyrir lægju frekari upplýsingar um markaðsaðstæður fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Stefna félagsins er að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.

Nú liggur fyrir endurskoðuð verðskrá fyrir sauðfé. Hækkun á meðalverði frá fyrra ári er 30,4% á dilkakjöt og fullorðið er hækkað um 20%.  Eins og áður eru töluverðar yfirborganir í upphafi sláturtíðar og í síðustu sláturviku í byrjun nóvember.

Greidd verður 30 kr/kg eingreiðsla sem viðbót á afurðaverð allra kjöttegunda vegna innleggs á árinu 2022 til að mæta erfiðum aðstæðum hjá bændum. Með þessu er gætt jafnræðis milli innleggjanda hjá félaginu. Eingreiðsla á stórgripainnlegg janúar – ágúst greidd  föstudaginn 23. september 2022. Eingreiðsla á sauðfjárinnlegg greidd föstudaginn 25. nóvember 2022 og eingreiðsla á stórgripainnlegg september – desember greidd föstudaginn 20. janúar 2023.

Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur.

Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.