Í fréttabréfinu er fjallað um hvort SS eigi að byggja nýtt stórgripasláturhús en stórgripasláturhúsið á Selfossi er komið til ára sinna.

Sauðfjársláturtíð er lokið og gekk áfallalaust fyrir sig þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Starfsmenn félagsins á Selfossi ásamt öðrum sem komu að sláturtíðinni lögðu mikið á sig til að allt gengi upp og eiga miklar þakkir fyrir. Slátrað var um 106.500 kindum sem er fækkun um 1% en aukin fallþyngd gerði að aukning um 3,5% var á innvegnu magni en meðalþyngd dilka hækkaði milli ára um 4,5%. Áhyggjuefni er hins vegar að spár um innlegg næstu ára á landsvísu gera ráð fyrir umtalsverði fækkun fjár á komandi árum.

Farið er ítarlega yfir verðmæti dilka og þær breytingar sem gerðar voru á verðhlutföllum flokka fyrir sláturtíð en gerð var skurðarmæling til að meta niðurstöðu breytinganna með það að markmiði að meta hvort þörf sé fyrir frekari aðlögun á verðhlutföllum flokka fyrir næstu sláturtíð.

SS og Reykjagarður eiga hlut í Orkugerðinni en verksmiðjan er mikilvægur hlekkur í umhverfisstefnu félaganna og stuðlar að því að allar afurðir, sem ekki nýtast til manneldis eða dýrafóðurs, verði að verðmætum.

Farið er yfir stöðuna á kjötmarkaði og þær breytingar sem hafa orðið á árinu.

Staðan á áburðarmörkuðum er afar erfið, framboðsskortur og hátt verð, sem getur leitt til matvælaskorts og verðhækkana á matvælum. SS mun gera grein fyrir fyrirkomulagi á sölu áburðar er salan hefst.

Kynnig er í fréttabréfinu á vinsælustu jólavörum félagsins en gæðavörur frá SS er góður valkostur. Einnig farið yfir vöruþróun og helstu nýjungar. Elín Björg Ólafsdóttir sölumaður á langan og farsælan starfsferill hjá SS en kynnig er í fréttabréfinu á hennar góðu störfum fyrir félagið.

Fréttabréf 2021 5. tbl. á pdf formi