Þjónustuslátrun á sauðfé

Þjónustuslátrun á sauðfé verður miðvikudaginn 25. mars 2015. Féð verður sótt daginn áður, þriðjudaginn 24. mars. Greitt verður grunnverð sláturtíðar 2014.

Tekið á móti sláturpöntunum í sláturhúsinu á Selfossi í síma 480 4100.

Verðhlutföll á kindakjöti 2015

SS birtir nú verðhlutföll á kindakjöti haustið 2015. Ekki eru gerðar miklar breytingar frá fyrra hausti. Áætlað er að hefja slátrun 19. ágúst með um 800 kindum og 113% verðhlutfall fyrir dilka. Samfelld slátrun hefst svo 9. september n.k.

Breytingar sem nú eru gerðar byggja á reynslu síðasta hausts og ættu að stuðla að betri þjónustu við bændur og á sama tíma góðri nýtingu sláturhússins og lægri sláturkostnaði.

Verðhlutföll kindakjöts 2015 – Nánari upplýsingar.

SS greiðir 2,4% viðbót á afurðaverð 2014

SS greiðir 2,4% viðbót á andvirði afurðainnleggs 2014 til bænda 27. febrúar 2015. Í heild nemur viðbótin með virðisaukaskatti 52,4 m.kr.

Afkoma SS var góð á árinu 2014. Í samræmi við stefnu félagsins um að tengja saman ávinning bænda af góðum hag SS er með þessum hætti miðlað hluta af hagnaði félagsins til innleggjenda. SS sýnir samvinnuhugsjónina í verki með þessum hætti og leggur áherslu á mikilvægi þess að bændur beini viðskiptum til félagsins til að styrkja áfram grunvöll fyrir því að félagið geti greitt viðbót á afurðaverð.