Lækkun á afurðaverði nautgripa

Aukin innflutningur á nautakjöti með lágum aðflutningsgjöldum, birgðir og langir biðlistar eftir slátrun orsaka að lækka þarf ungneyta kjöt, ungar kýr og naut. Aðrir flokkar eru óbreyttir. Lítil lækkun er á betri flokkum en meiri á lakari flokkum sem skila ekki góðum vöðvum. Breytingin tekur gildi mánudaginn 7.september n.k. Sjá nánar þá verðlista sem þá taka gildi.

Afurðaverð nautgripa.

Verðhlutföll og sláturáætlun 2020 – uppfærsla

Sauðfjárslátrun hefst föstudaginn 4. september og lýkur föstudaginn 6. nóvember.

Engin þjónustuslátrun verður eftir samfellda sláturtíð.

Taflan sýnir eingöngu verðhlutföll milli sláturvikna en ekki verðið sjálft. Verðhlutföll hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2020

SS greiðir 2% viðbót á allt afurðainnlegg 2019

Rekstur SS gekk gekk vel á liðnu ári. Í samræmi við stefnu félagsins greiðir SS hluta af afkomu sinni til innleggjenda sem viðbót á afurðainnlegg liðins árs.

Greidd verður 2% viðbót á allt afurðainnlegg, samtals 33,8 milljónir króna, til bænda 6. mars næstkomandi.

Frá árinu 2012 er þessi stefna var mótuð hefur félagið greitt samtals 287 milljónir króna sem viðbót á afurðaverð.