Breytt vinnubrögð til að tryggja gæði í þjónustuslátrun sauðfjár. Verð sem greitt verður í næstu slátrun miðvikudaginn 16. mars.

Næsta þjónustuslátrun sauðfjár verður miðvikudaginn 16. mars næstkomandi.

Vegna hennar verður að gefa út strangari reglur en gilt hafa um þessa slátrun því ella er ekki hægt að tryggja gæðakröfur SS og MAST.

Ástæðan er sú að talsverð brögð hafa verið að því að félagið hafi fengið óhreint fé til slátrunar.  Mjög erfitt er að slátra slíku fé án þess að afurðir mengist og spillist.

Af ofangreindum orsökum er félagið knúið til að setja fram þá kröfu að framvegis verði allt fé sem kemur til slátrunar í þjónustuslátrun að vera hreint þannig að hægt sé að slátra því án hættu á því að kjötið mengist. Rúningur á kvið, klofi og bringu innan tveggja vikna fyrir slátrun hjálpar mikið en dugar ekki til ef féð er haft á mjög skítugu undirlagi.

Ef óhreint fé kemur til slátrunar kemur til verðskerðingar sem nemur 2.000,- kr. á stykki til að mæta kostnaði við gæðarýrnun og kostnaði við töfum í slátrun. Gæðaeftirlit SS og dýralæknir frá MAST munu meta hvort féð telst skítugt.

Þjónustuslátrun er boðin sem valkostur fyrir bændur sem vilja af einhverjum ástæðum losna við fé sitt. Flutningar að sláturhúsi og slátrunin sjálf eru mjög óhagkvæm. Af þeim sökum er ekki hægt að greiða meira en 90% af verðskrá síðasta hausts fyrir þetta innlegg.

Óskum eftir samstarfi við bændur til að tryggja gæði framleiðslunnar.

Verðlækkun á hrossakjöti

Markaðaðstæður á hrossakjöti fara enn versnandi. Rússland og tengd lönd hafa verið helstu markaðir fyrir hrossakjöt sem ekki selst ferskt eða frosið innanlands eða í Evrópu. Nú er í gildi innflutningsbann til Rússlands og vegna tollabandalags við tengd lönd eru markaðir, sem áður gáfu viðunandi verð, nú með öllu lokaðir. Þetta hefur haft í för með sér umtalsverða birgðasöfnun.

Fram til þessa hefur kjötið fyrst og fremst farið til manneldis, en nú eru aðstæður þær að ekki reynist heldur unnt að afsetja vöruna í dýrafóður, jafnvel þótt boðið söluverð standi ekki undir bændaverði, slátrun, frystingu og flutningskostnaði.

Sláturfélagið stendur því frammi fyrir tveimur slæmum valkostum. Að draga úr eða hætta hrossaslátrun eða að lækka bændaverð á hrossum enn frekar.

Niðurstaða félagsins er að lækka verð frá og með mánudeginum 25. janúar næstkomandi og halda slátrun áfram.

Afsetning afurða er verulega ótrygg en með þessu vill félagið koma til móts við brýna þörf bænda til að losna við hross til slátrunar.

Afurðaverðskrá hrossakjöts

Yara lækkar verð á áburði um 12% milli ára

Yara gaf út verðskrá 21. desember s.l. þar sem kynnt var 7% verðlækkun á áburði milli ára. Nú liggja fyrir nýir samningar um innkaupsverð sem gerir okkur kleyft að lækka verð á áburði enn frekar. Verðskrá Yara lækkar því í heild sinni  um 12% milli ára. Samningar sem nú liggja fyrir eru bundnir við ákveðið magn á þessum kjörum og því hvetjum við bændur sem vilja njóta lægsta verðs að ganga frá pöntun sem fyrst.

Verðskráin er með fyrirvara um breytingar á gengi og pantað sé fyrir 15. janúar 2016. Vegna óvissu um þróun áburðarverðs og gengis þá er brýnt að ganga frá pöntun á áburði sem allra fyrst til að tryggja sér hagstæðustu kjör.

Í boði eru greiðslusamningar eða afslættir. Sé greitt fyrirfram fyrir 15. mars 2016  er 8% afsláttur og 5% ef greitt er fyrir 15. maí 2016.

Staðgreiðsluverð á OPTI-KAS er nú 58.600,- kr/tonn án vsk en var á síðasta sölutímabili 66.650,-  kr/tonn og lækkar því um 8.050,- kr/tonn án vsk.   Til að mynda lækkar NPK 24-4-7 um 10.100,- kr/tonn en staðgreiðsluverð er nú 74.200,- kr/tonn án vsk en var í fyrra 84.300,-  kr/tonn.

Hagstætt tilboð á flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 15. janúar 2016
1.000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.

Þrjár tegundir sem allar innihalda selen
Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Tegundir eru NP 26-4 Se, NPK 27-3-3 Se og NPK 22-6-6 Se.

Einkorna áburður
Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit magnesíum-kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði.

Nánari upplýsingar á yara.is

Yara verðskrá 2015/16 komin út

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2015/16 er komin út.  Verðskráin er með fyrirvara um breytingar á gengi og pantað sé fyrir 31. janúar 2016. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða afslættir. Sé greitt fyrirfram fyrir 15. mars 2016  er 8% afsláttur og 5% ef greitt er fyrir 15. maí 2016.

Verðlækkun á áburði
Áburðarverðskrá Yara lækkar um 7% milli ára sem skýrist fyrst og fremst af breytingum á gengi milli ára.

Köfnunarefnisáburður lækkar um 7,1% og er nú staðgreiðsluverð á OPTI-KAS 61.900,- kr/tonn án vsk en var á síðasta sölutímabili 66.650,-  kr/tonn eða um 4.750,- kr/tonn án vsk.   Til að mynda lækkar NPK 24-4-7 um 5.900 kr/tonn en staðgreiðsluverð er nú 78.400 kr/tonn án vsk en var í fyrra 84.300  kr/tonn.

Hagstætt tilboð á flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 31. janúar 2016
1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.

Þrjár tegundir sem allar innihalda selen
Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Tegundir eru NP 26-4 Se, NPK 27-3-3 Se og NPK 22-6-6 Se.

Einkorna áburður
Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit magnesíum-kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði.

Nánari upplýsingar á yara.is