Yara lækkar verð á áburði um 25% milli ára

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2016/17  er komin út.  Verðskráin er með fyrirvara um breytingar á gengi og pantað sé fyrir 15. janúar 2017.  Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða  afslættir. Sé greitt fyrirfram fyrir 15. mars 2017 er 8% afsláttur og 5% ef greitt er fyrir 15. maí 2017.

Mikil verðlækkun á áburði 

Áburðarverðskrá Yara lækkar um 25% milli ára sem skýrist af gengisbreytingu milli ára og lækkun á áburði í evrum á erlendum mörkuðum. Áburðarverð lækkaði í vor. Í nóvember tók áburðarverð að hækka og hefur sú þróun haldið áfram í desember. Við viljum því hvetja bændur til að tryggja sér áburð sem fyrst þar sem í boði er takmarkað á magn á lægsta verði fram til 15. janúar 2017. Staðgreiðsluverð  á OPTI-KAS er nú 43.950,- kr/tonn án vsk en var á síðasta sölutímabili 58.600,-kr/tonn og lækkar því um 14.650,- kr/tonn án vsk. Til að mynda lækkar NPK 24-4-7 um 18.550,- kr/tonn en staðgreiðsluverð er nú 55.650,- kr/tonn án vsk en var í fyrra 74.200,-   kr/tonn.

yara_pokiMikil ávinningur fyrir bændur
Verðlækkun um 25% á áburði hefur þau áhrif að kostnaður bænda við áburðarkaup lækkar um 800 – 900 milljónir króna. Bændur hafa orðið fyrir umtalsverði skerðingu á afurðaverði á árinu og kemur því lækkun á áburði þeim til góða í vor.

Hagstætt tilboð á  flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 15. janúar 2017 

1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.

Þrjár tegundir sem allar innihalda  selen

Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Tegundir  eru NP 26-4 Se, NPK 27-3-3 Se og NPK 22-6-6 Se. Heyefnaniðurstöður hjá bændum sem hafa borið á selenbættan Yara áburð staðfesta með óyggjandi hætti góða selenstöðu gróffóðursins.

Einkorna áburður 

Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga  sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit magnesíum-kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði.

Yara áburður – Umhverfisvænn og vottaður
Með því að nota Yara einkorna áburð leggur þú þitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun við framleiðslu búfjárafurða. Yara ábyrgist minna en 3,6 kg af koldioxið CO2 losun á hvert framleitt kg af köfnunarefni (N) út í andrúmsloftið. Yara er með gæðavottun frá DNV (Det Norske Veritas). Við framleiðslu á áburði hjá öðrum framleiðendum er losunin um 8 kg af koldioxið CO2 á kg (N).

Nánari upplýsingar á yara.is

Áburðarverðskrá Yara

Kornið fréttabréf Yara um áburð

Bændur afhenda styrk vegna sölu á bleika rúlluplastinu

Elías Hartmann Hreinsson, deildarstjóri búvörudeildar Sláturfélags Suðurlands, og Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi á Bakka á Kjalarnesi, afhentu fyrir skemmstu Krabbameinsfélagi Íslands 900 þúsund krónu styrk sem safnaðist af sölu á bleiku rúlluplasti í vor og sumar.

Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi á Bakka á Kjalarnesi, Kolbrún Silja Ásgeirsdóttur, kynningar- og fjáröflunarstjóri, Krabbameinsfélags Íslands og Elías Hartmann Hreinsson, deildarstjóri búvörudeildar Sláturfélags Suðurlands. – Mynd smh  – Frétt Bændablaðsins 8. desember 2016.

 

Það var Kolbrún Silju Ásgeirsdóttur, kynningar- og fjáröflunarstjóri, Krabbameinsfélags Íslands, sem veitt styrknum formlega viðtöku við bleikar rúllustæðurnar á Bakka. Styrkurinn skiptist á milli þriggja aðila; bænda, Trioplast (sænska plastframleiðandans) og þeirra sem selja bleika plastið hér á Íslandi. Hver um sig samþykkti að láta 1 evru renna til Krabbameinsfélags Íslands, sem samsvaraði  samanlagt 425 krónum af hverri seldri plastrúllu. Andvirði söfnunarfjár átaksins mun, að sögn Kolbrúnar, ganga til endurnýjunar tækja til brjóstamyndatöku í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

 

Það var í fyrsta skiptið á liðnu sumri sem bleikar heyrúllur skreyttu tún íslenskra bænda og að sögn Elíasar, sem hafði frumkvæðið að því að prófa þetta hér á landi, frétti hann af sambærilegum verkefnum frá nágrannalöndum okkar. „Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og það kom á daginn að við áttum ekki allt það bleika plast sem við hefðum getað selt. Við erum því reynslunni ríkari fyrir næsta sumar.“  Uppruna slíkra verkefna mun þó vera hægt að rekja til Nýja-Sjálands og viðskiptavina Trioplast þar í landi. Bændakonur þar í landi óskuðu eftir því að bleikt rúlluplast yrði framleitt til að minna á árvekni vegna brjóstakrabbameins. Í framhaldinu voru gerðar tilraunir og í framhaldinu var slíkt plast tekið til sölu í Nýja-Sjálandi og í kjölfarið fylgdu meðal annars Noregur, Svíþjóð, Þýskaland, Sviss, Bretland og Írland.

 

Sjá nánari upplýsingar í Bændablaðinu.

SS lækkar verð á óerfðabreyttu fóðri

SS lækkar verð á óerfðabreyttu fóðri. Kúafóður lækkar um 2,5 – 3% og kálfa- og nautaeldisfóður lækkar um 3%. Lækkunin tók gildi frá og með 1. desember 2016.

SS lækkaði síðast fóðurverð 1.október síðastliðinn og er þetta fjórða verðlækkunin á einu ári. Lækkunin nemur allt að 15,5% á óerfðabreyttu kúafóðri SS á þessu timabili. Þess ber einnig að geta að SS hækkaði ekki fóðurverð í síðastliðnum júlímánuði eins og aðrir innlendir fóðurframleiðendur gerðu. Lækkunin, að þessu sinni, stafar af styrkingu krónunnar.

Verðskrá

Upplýsingar gefur Elías Hartmann Hreinsson í síma 575 6005