Sauðfjárslátrun 2017 – Upplýsingar til innleggjenda

Í síðustu viku var sent bréf til allra innleggjenda sauðfjár hjá SS haustið 2016 vegna upplýsinga um sauðfjárslátrun 2017. Í bréfinu er komið inn á mikilvæg atriði sem snúa að bændum varðandi sauðfjárinnlegg í haust en til að mynda þurfa pantanir frá deildarstjórum að berast félaginu eigi síðar en 11. ágúst n.k. Það er því mikilvægt að ljúka pöntun fyrir sauðfjárslátrun sem fyrst.

Bréf til félagsmanna 2017 vegna sauðfjárslátrunar í haust.

SS hækkar bændaverð á hrossum

Árlega myndast langir biðlistar í hrossaslátrun á haustin og fram á vetur. Félagið tók á sínum tíma þá ákvörðun að lækka verð og slátra umfram þarfir til að þjónusta bændur. Nú hefur þetta tekist. Biðlistar eru í lágmarki og útlit fyrir að svo verði fram á haustið. Til þess að hvetja til hrossaslátrunar nú og minnka líkur á langri bið eftir slátrun á komandi hausti hefur félagið ákveðið að hækka verð til bænda tímabundið um 75%.

Bændur eru hvattir til að nýta þetta tækifæri.

Eftir sem áður eru markaðsaðstæður tvísýnar. Jákvæðar fréttir berast frá Japan og tekur félagið þátt í því verkefni eftir aðstæðum, en sterkt gengi krónunnar hefur áfram í för með sér umtalsvert lægra verð fyrir útflutt kjöt en áður og lykilmarkaðir í Rússlandi og tengdum löndum eru enn lokaðir.

Breytingin gildir frá og með þessari viku, þ.e. frá 10. apríl 2017.

Nánari upplýsingar er að finna í afurðaverðskrá hrossa.