Markaðaðstæður á hrossakjöti fara enn versnandi. Rússland og tengd lönd hafa verið helstu markaðir fyrir hrossakjöt sem ekki selst ferskt eða frosið innanlands eða í Evrópu. Nú er í gildi innflutningsbann til Rússlands og vegna tollabandalags við tengd lönd eru markaðir, sem áður gáfu viðunandi verð, nú með öllu lokaðir. Þetta hefur haft í för með sér umtalsverða birgðasöfnun.

Fram til þessa hefur kjötið fyrst og fremst farið til manneldis, en nú eru aðstæður þær að ekki reynist heldur unnt að afsetja vöruna í dýrafóður, jafnvel þótt boðið söluverð standi ekki undir bændaverði, slátrun, frystingu og flutningskostnaði.

Sláturfélagið stendur því frammi fyrir tveimur slæmum valkostum. Að draga úr eða hætta hrossaslátrun eða að lækka bændaverð á hrossum enn frekar.

Niðurstaða félagsins er að lækka verð frá og með mánudeginum 25. janúar næstkomandi og halda slátrun áfram.

Afsetning afurða er verulega ótrygg en með þessu vill félagið koma til móts við brýna þörf bænda til að losna við hross til slátrunar.

Afurðaverðskrá hrossakjöts