SS greiðir 2,4% viðbót á andvirði afurðainnleggs 2014 til bænda 27. febrúar 2015. Í heild nemur viðbótin með virðisaukaskatti 52,4 m.kr.

Afkoma SS var góð á árinu 2014. Í samræmi við stefnu félagsins um að tengja saman ávinning bænda af góðum hag SS er með þessum hætti miðlað hluta af hagnaði félagsins til innleggjenda. SS sýnir samvinnuhugsjónina í verki með þessum hætti og leggur áherslu á mikilvægi þess að bændur beini viðskiptum til félagsins til að styrkja áfram grunvöll fyrir því að félagið geti greitt viðbót á afurðaverð.