Í fréttabréfinu er fjallað um afkomu SS á fyrri árshelmingi en afkoma samstæðunnar batnaði mikið frá fyrra ári. Í september var endanlega lokið við endurfjármögnun SS móðurfélags en tekin voru ný lán að fjárhæð 1,7 milljarður og öll eldri lán greidd upp.

Sauðfjárslátrun stendur yfir en í haust hefur reynt meira á starfsfólk en mörg undanfarin ár. Með góðu og samstilltu starfsfólki er komið gott rennsli á línuna og fullum afköstum náð. Keyptur var nýr gæruafdragari auk þess sem nýr plötufrystir var tekinn í notkun. Aðstæður til útflutnings á dilkakjöti eru hagstæðar í haust og gert ráð fyrir að flutt verði út yfir 500 tonn af dilkakjöti.

Fjallað er um starfsemi Reykjagarðs en rekstur félagsins hefur skilað góðum ávinningi til SS og styrkt rekstur samstæðunnar. Rekstur Reykjagarðs hefur einnig mikla þýðingu  fyrir samfélagið á Suðurlandi en verulegur hluti kjúklingaeldis er í höndum bænda. Starfsemi Reykjagarðs og SS gerir samstæðu félagsins að stærsta vinnuveitanda á Suðurlandi.

Farið er yfir stöðuna á kjötmarkaði en ágúst var góður bæði framleiðslu- og sölulega. Fjallað er um vörunýjungar en sett var m.a. á markað ný pakkning af ungneytahakki. Kynning er í fréttabréfinu á Marlenu Nogal verkstjóra á Hvolsvelli.

Áburður hefur á árinu hækkað mikið á heimsmarkaði. Við þessar aðstæður er enn mikilvægara að kalka til að bæta nýtingu áburðar. Haustið er góður tími til að kalka en SS selur Dolemit Mg kalk sem er til afgreiðslu um allt land.

Fréttabréf 2021 4. tbl. á pdf formi.