Deildarstjórafundi í desember aflýst

Þar sem nú liggur fyrir að enn verða áfram í gildi miklar takmarkanir á fundarhöldum og öðrum samkomum vegna áhrifa af COVID-19 verður ekki hjá því komist að aflýsa deildarstjórafundi þetta árið.

Stjórn og starfsmenn félagsins þakka deildarstjórum gott samstarf á árinu sem er að líða.

Innflutningur SS á kjöti

Vegna umræðu um innflutning á kjöti er rétt að árétta að SS flytur ekki inn neitt annað kjöt en svínakjöt, sem félagið hefur skort, einkum svínasíður. Innflutt svínakjöt er selt undir vörumerkinu Búrfell.

Allar vörur sem seldar eru undir vörumerki SS eru eingöngu úr íslensku kjöti.

Árið 2020 er áætlaður heildarinnflutningur kjöts og kjötvara um 4500 tonn. SS mun á árinu 2020 flytja inn 135 tonn af svínakjöti sem er 3% af þessu magni.

Á næsta ári verður minni þörf fyrir innflutning og er áætlaður innflutningur SS árið 2021 30 – 40 tonn, eða innan við 1% af því magni sem reikna má með að verði flutt inn á næsta ári.

Reykjagarður hf., dótturfélag SS flutti inn í byrjun árs 2020 48,5 tonn af alifugakjöti. Ekki verður meira alifuglakjöt flutt inn á árinu. Þetta er innan við 2% af því magni sem Reykjagarður framleiðir. Innflutningur Reykjagarðs er vegna skrokkhluta sem ekki er nægjanlegt magn af innanlands til að uppfylla þarfir viðskiptavina.

 

Afurðaverðskrá sauðfjár 2020 – Ný verðskrá – Hækkun frá fyrri verðskrá

SS gaf út verðskrá fyrir sauðfé 4. september s.l.  Ný verðskrá hefur verið gefin út í dag.

Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.

Dilkakjöt hækkar um 10,5% en verð á fullorðnu er óbreytt frá fyrra ári.

Í samanburði við aðrar afurðastöðvar verður að hafa í huga að yfirborganir SS eru mun hærri en annarra og áhrif hærri yfirborgana á meðalverð eru 1,5 – 2% umfram aðra.

SS staðgreiðir eins og áður allt afurðainnlegg.