SS greiðir 2% viðbót á allt afurðainnlegg 2019

Rekstur SS gekk gekk vel á liðnu ári. Í samræmi við stefnu félagsins greiðir SS hluta af afkomu sinni til innleggjenda sem viðbót á afurðainnlegg liðins árs.

Greidd verður 2% viðbót á allt afurðainnlegg, samtals 33,8 milljónir króna, til bænda 6. mars næstkomandi.

Frá árinu 2012 er þessi stefna var mótuð hefur félagið greitt samtals 287 milljónir króna sem viðbót á afurðaverð.

Verðlækkun á kúm

Vegna birgðasöfnunar og aukins framboðs meðal annars frá innflutningi þá var verðskrá fyrir kýr lækkuð um 10% frá og með 1. janúar s.l. Engin breyting var á öðrum flokkum. Verðbreytingin var kynnt á deildarstjórafundi 13. desember s.l. og sett á vef félagsins fyrir áramót. Því miður láðist að birta frétt um verðbreytinguna og er beðist velvirðingar á því.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2020

Áætlað er að hefja sauðfjárslátrun föstudaginn 4. september 2020. og ljúka slátrun miðvikudaginn 4. nóvember.  Sláturtíð verður stytt um tvo daga frá 2019.  Engin þjónustuslátrun verður eftir samfellda sláturtíð.

Einnig liggja verðhlutföll milli sláturvikna fyrir en þau hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2020.