Stefnulýsing

 

„SS er leiðandi matvælafyrirtæki sem framleiðir og selur matvörur og vörur tengdar matvörum á heildsölustigi. Leiðandi staða skal varin með því að bjóða viðskiptavinum vörur sem skara fram úr á markaði og eru einn af þremur leiðandi valkostum í hverjum flokki. Hagnaður af rekstri og góð ímynd er grundvöllur forystu svo félagið sé hverju sinni „Fremst fyrir bragðið“ í huga viðskiptavina.“

Starfshættir
Í samræmi við tilgang og stefnu félagsins hafa verið skilgreindir lykil starfshættir eða gildi sem félagið leggur til grundvallar í starfsemi og samkeppni á markaði. Tilgangur skilgreindra starfshátta er að varða þá leið sem félagið fer til árangurs og velgengni.
 
Starfsháttunum er skipt í eftirfarandi fimm þætti:

Frumkvæði
Til að halda forystu á markaði þarf frumkvæði til að gera nýja hluti og vera leiðandi. Á markaði látum við hlutina gerast með nýjum vörum, nýrri þjónustu og bjóðum viðskiptavinum okkar verðmæti í viðskiptum sem taka fram því sem keppinautar bjóða. Með þeim hætti einum getum við tryggt stöðu okkar.
Inn á við höfum við frumkvæði til að gera sífellt betur, jafnt stjórnendur sem og annað starfsfólk. Ekkert er gert eingöngu af því að það hafi alltaf verið gert eins áður. Umhverfið breytist í sífellu og við þurfum að breytast með og á undan öðrum. Það eina sem breytist ekki er þörfin á sífelldri endurskoðun og sífelldum breytingum.
Við höfum frumkvæði til að leita nýrra leiða til að auðvelda okkur verkin og skapa aukin verðmæti starfsfólki og fyrirtæki til góða.

Samvinna
Heildin er sterkari en einstaklingarnir. Með því að vinna saman að sameiginlegu markmiði náum við árangri. Fyrirtækið er óslitin keðja þar sem reynir á hvern hlekk. Samvinna deilda og samvinna starfsfólks skapar árangursríkan og skemmtilegan vinnustað. Starfsfólk stefnir fram á við og vilja vaxa í starfi og njóta til þess samvinnu og stuðnings fyrirtækisins.
Í keppni á markaði erum við metin sem heild og það er frammistaða heildarinnar sem skiptir höfuðmáli gagnvart viðskiptavinum.

Gæði
Okkur er treyst til að framleiða og dreifa matvælum til neytenda. Þessu trausti fylgir sú ábyrgð að vanda til verka, standa undir nafni og styðja og styrkja það álit sem við njótum á markaði. Gott mannorð starfsfólks og fyrirtækis er gulls ígildi. Í allri starfsemi höfum við gæði að leiðarljósi með það að markmiði að gera hvern hlut aðeins einu sinni og gera hann rétt.

Þjónusta
Þjónusta snýst um að viðskiptavinir fái vörur með réttum hætti, að samskipti þeirra við félagið séu ánægjuleg og árangursrík og að mætt sé þörfum þeirra innan þeirra marka sem félagið setur sér. Þjónusta lýtur einnig að því að sjá fyrir þarfir viðskiptavina og bjóða þeim með þeim hætti aukin verðmæti í viðskiptum við félagið.
Þjónusta snýr einnig inn á við að eigendum og samstarfsfólki, styrkir samvinnu og gerir kröfu um gagnkvæma virðingu í samskiptum jafnt inn á við sem út á við.

Ráðdeild
Við sýnum ráðdeild í rekstri og bruðlum ekki með fjármuni félagsins. Vinnuumhverfi og búnaður skal uppfylla ströngustu kröfur en ekki vera ofhlaðið eða bera með sér íburð. Samstarfsmenn, eigendur og viðskiptavinir skulu sjá á öllu framferði okkar að vel sé farið með fjármuni. Hagkvæmni og ráðdeild skapa virðingu.

Sláturtíðin á Selfossi

Nýtt fréttabréf SS má kalla myndasögu úr sláturtíðinni og verður eingöngu birt á heimasíðu SS.

Þessi nýbreytni gefur nýja möguleika og leyfir auknar myndskreytingar án þess að kostnaður fari úr hófi.

Hægt er að skoða bréfið hvort sem er sem pdf skjal eða sem veffréttabréf sem hægt er að fletta og stækka eða minnka. Einnig er hægt að prenta bréfið út á eigin prentara ef notendur vilja.

Efni og áhersla bréfsins er fólk að störfum í vertíð við slátrun. Ekki er hjá því komist að á myndum sjáist atriði sem tengjast slátrun og gætu vakið óhug einhverra og er þeim bent á að skoða ekki fréttabréfið.

Fréttabréf SS á pdf formi.

Fréttabréf SS á vefformi.

Sauðfjárslátrun 2011, þróun flokkunar og meðalverðs í viku 34 til 43

Til að mæta þörfum bænda um upplýsingar í því skyni að hver og einn geti metið hagkvæmasta sláturtíma fyrir sig þá mun SS birta upplýsingar um þróun flokkunar og meðalverð meðan á sauðfjársláturtíð stendur.

Ákvarðanir bænda sem byggja á réttum upplýsingum hjálpa svo félaginu að móta hvernig verðlagning á að breytast eftir vikum til að stuðla að jafnri ásókn í slátrun og lágmörkun sláturkostnaðar sem skilar sér til bænda í hærra afurðaverði.

Eftirfarandi tafla verður uppfærð vikulega. Sjá má að fyrstu slátranir skila háu meðalverði sem er nánast hið sama fyrstu tvær vikurnar. Stígandi er í holdfyllingu en fitan sveiflast aðeins. Eftir breytingu á verðhlutföllum skv. tillögu LS vegur holdfylling meira en fita í verði nema fita fari yfir 3. Meðalverð pr. kg lækkar eftir viku 35 fram til viku 40 en eftir það er mjög lítill munur á milli vikna. 

Sauðfé:  Flokkun og meðalverð í viku 34 – 43 í pdf skjali.



Nýtt SS Álegg – Sveitasalami

Eitt af markmiðum SS er að vera í farabroddi hvað varðar vöruþróun, nýjungar og framboð.

Með þetta í huga hefur SS sett á markað Sveitasalamí  sem  bætist  við  flóruna af fjölbreyttu  úrvali af SS gæða áleggi. 
Sveitasalami er grófhökkuð salami pylsa að hætti suður-evrópskar matarmenningar.  Pylsan er sérstaklega bragðgóð og hentar vel hvort sem er á brauðið, pizzuna eða ein og sér. Einnig hentar hún afar vel sem pinnamatur með öðru áleggi.

sveitasalami_copy

Innihaldslýsing:  Svínakjöt,nautgripakjöt, salt,  mjólkursykur,sykur,þrúgusykur, krydd (pipar, fennel fræ), rotvarnarefni (E250), þráavarnarefni (E301).


Næring: í 100gr
Orka: 1438KJ/346kkal
Prótein:24gr
Kolvetni: 4gr
Fita: 26gr
Salt: 4,4gr