Nýtt fréttabréf SS má kalla myndasögu úr sláturtíðinni og verður eingöngu birt á heimasíðu SS.

Þessi nýbreytni gefur nýja möguleika og leyfir auknar myndskreytingar án þess að kostnaður fari úr hófi.

Hægt er að skoða bréfið hvort sem er sem pdf skjal eða sem veffréttabréf sem hægt er að fletta og stækka eða minnka. Einnig er hægt að prenta bréfið út á eigin prentara ef notendur vilja.

Efni og áhersla bréfsins er fólk að störfum í vertíð við slátrun. Ekki er hjá því komist að á myndum sjáist atriði sem tengjast slátrun og gætu vakið óhug einhverra og er þeim bent á að skoða ekki fréttabréfið.

Fréttabréf SS á pdf formi.

Fréttabréf SS á vefformi.