Fréttasafn

Hækkun á afurðaverði svínakjöts

Afurðaverð svínakjöts til bænda hækkar í dag. Verð fyrir Grís IA verður 375 kr/kg án vsk. Ákveðið hefur verið að lækka heimtökugjald á svínakjöti í 55 kr/kg frá sama tíma. Nánari upplýsingar í afurðaverðskrá.

Hækkun nautgripaverðs

Allt að 6% hækkun á einstaka flokka nautakjöts til bænda hefur verið ákveðin.  Hækkun gildir afturvirkt frá 30. maí s.l. Flutningskostnaður og heimtaka er óbreytt. Nánari upplýsingar er að finna í afurðaverðskrá.

Hækkun á verði ungneyta

Bændaverð á öllum flokkum ungneyta hækkar um 3% frá og með mánudeginum 30. maí n.k. Nánari upplýsingar í verðskrá.

Tikynning til viðskiptavina

Vegna yfirstandandi eldgoss í Grímsvötnum og öskufalls á Suðurlandi er vert að eftirfarandi komi fram: Húsnæði okkar á Hvolsvelli er sérhannað til matvælaframleiðslu og sem slíkt tekið út og samþykkt af heilbrigðiseftirliti og öðrum til þess bærum yfirvöldum. ...

Verðbreyting – hækkun á kjarnfóðri

Kjarnfóður hækkar um 4 - 7,5% frá 23. maí 2011 vegna hækkana á hráefnum til fóðurgerðar og óhagstæðrar gengisþróunar. Verðskrá 23. maí 2011.

Hækkun á bændaverði hrossa

Skilyrði hafa skapast til hækkunar á bændaverði hrossa.  Hér með tilkynnist hækkun á HRI A í 145 kr/kg. frá og með n.k. mánudegi, 4. apríl og samsvarandi hækkun á öðrum flokkum. Afurðaverðskrá hrossa.

Uppbót á innlagða dilka haustið 2010

Ákveðið hefur verið að greiða uppbót, 9 kr/kg, á dilka sem lagðir voru inn til SS síðasta haust.Greitt verður inn á bankareikninga bænda 18. apríl næstkomandi.   Verðskrá fyrir innlagt dilkakjöt var ákveðin í júlí síðastliðinn. Verðþróun erlendis hefur verið til...

Verðhækkun á kúafóðri

Vegna hækkana á innkaupsverði kjarnfóðurs þarf SS að hækka verð á kúafóðri. Hækkunin er á bilinu 5-6,5% eftir tegundum. Verðhækkunin tekur gildi þann 1.mars 2011.  Vegna hækkana á eldsneyti verður heldur ekki komist hjá því að hækka verð fyrir heimkeyrslu...

Hækkun bændaverðs á hrossum

Í upphafi ársins 2007 hóf SS að leita fyrir sér með útflutning á hrossaafurðum, sem legið hafði niðri um nokkurt skeið eftir að Japansmarkaður lokaðist.  Á þeim tíma var mikið framboð á sláturhrossum.  Biðlistar með hundruðum hrossa voru hjá...

Verðskrá á Yara áburði 2011

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2011 liggur fyrir. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða staðgreiðsluafsláttur.  Verðskráin er sett fram í krónum en með gengisviðmiðun. Áburðartegundir eru þær sömu og í fyrra auk þess sem áburðartegundin NPK...