Fréttir 2014 og eldra

Yara verðskrá 2015/16 komin út

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2015/16 er komin út.  Verðskráin er með fyrirvara um breytingar á gengi og pantað sé fyrir 31. janúar 2016. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða afslættir. Sé greitt fyrirfram fyrir 15. mars 2016  er 8% afsláttur og 5% ef greitt...

Þökkum frábærar viðtökur á bændafundum 2015

Dagana 3ja-6. nóvember voru haldnir hinir árlegu bændafundir Sláturfélags Suðurlands.  Góð mæting var á alla fundina en voru þeir haldnir í Valaskjálf Egilsstöðum, Hlíðarbæ Akureyri, Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli og Félagsheimilinu Lyngbrekku, Borgarfirði. Guðni...

Lækkun á afurðaverði hrossa

Markaðsaðstæður fyrir afsetningu hrossakjöts eru mjög erfiðar. Rússland og tengd lönd hafa verið helstu markaðir fyrir hrossakjöt sem ekki selst ferskt eða frosið innanlands eða í Evrópu. Innflutningsbann til Rússlands hefur leitt til birgðasöfnunar á hrossakjöti. Af...

Lækkun á kjarnfóðri

Sláturfélag Suðurlands svf hefur lækkað verð á tilbúnu óerfðabreyttu kjarnfóðri um allt að 2% Lækkunin tók gildi frá og með 1. nóvember 2015 Nánari upplýsingar gefur Elías Hartmann í síma 575-6005

Bændafundir 2015

Fræðslu- og skemmtifundir Sláturfélags Suðurlands um kjarnfóður og áburð.  

Verðlækkun á fóðri

Sláturfélag Suðurlands svf hefur lækkað verð á öllu tilbúnu kjarnfóðri um 2.5% Lækkunin tók gildi frá og með 1. október 2015 Upplýsingar gefur Elías Hartmann í síma 575 6005

Vörusala til bænda

Framleiðendum og innleggjendum býðst að kaupa vörur beint frá SS á hagstæðu verði. Á þetta við um allar framleiðsluvörur og innfluttar matvörur og gæludýravörur. Lágmarkspöntun er 15.000 krónur. Hægt er að fá vörurnar sendar með Flytanda á kostnað kaupanda eða sækja...

Fréttabréf SS haust 2015

Í fréttabréfinu er fjallað um afkomu félagsins á fyrri árshelmingi 2015 en afkoma félagsins var góð þrátt fyrir neikvæð áhrif verkfalla á afkomu samstæðunnar. SS hyggst byggja 1500 fermetra vöruhús undir Yara áburð í Þorlákshöfn en að því loknu verður félagið með 3500...

Afkoma á fyrri árshelmingi 2015

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti Árshlutareikningur jan-jún 2015 á pdf. formi • Tekjur á fyrri árshelmingi 5.712 m.kr. og minnka um 1% milli ára. • 245 m.kr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 255 m.kr. hagnaður árið áður. • EBITDA afkoma var 527...

Sauðfé – afurðaverð

Verðlisti kindakjöts 2015 Sú breyting er gerð frá fyrra ári að álag í vikum 36, 37 og 38 er hækkað til að hvetja bændur til innleggs fyrr til að nýta megi sláturgetu betur og draga úr kostnaði við yfirvinnu síðar í sláturtíðinni, sjá nánar í verðlista hér að ofan....

Verðhlutföll kindakjöts haustið 2015

Verðhlutföll kindakjöts haustið 2015 hafa verið ákveðin og taka þau smávægilegum breytingum á milli ára.  Álag í upphafi sláturtíðar er aukið. Til að stuðla að jafnari slátrun og lækkun sláturkostnaðar hefur verið ákveðið að færa yfirborganir frá vikum 39 og 40 yfir á...

SS hækkar bændaverð á nautgripum

SS hækkar bændaverð á nautgripum frá og með 7. apríl 2015.  Vegin meðaltalshækkun ungneyta er 4,96% miðað við innlegg ársins 2014 og verð á KIU flokkum hækkar um 6,45%. Frá sama tíma verður heimtökugjald á nautgripi 98 kr/kg og flutningsgjald 15 kr/kg. Nánari...

Þjónustuslátrun á sauðfé

Þjónustuslátrun á sauðfé verður miðvikudaginn 25. mars 2015. Féð verður sótt daginn áður, þriðjudaginn 24. mars. Greitt verður grunnverð sláturtíðar 2014. Tekið á móti sláturpöntunum í sláturhúsinu á Selfossi í síma 480 4100.

Framboð til stjórnar og varastjórnar SS á aðalfundi 20. mars 2015

Aðalfundur SS framboð til stjórnar og varastjórnar á pdf. formi Framboð til stjórnar og varastjórnar Sláturfélags Suðurlands svf.  á aðalfundi 20. mars 2015 Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur...

Verðhlutföll á kindakjöti 2015

SS birtir nú verðhlutföll á kindakjöti haustið 2015. Ekki eru gerðar miklar breytingar frá fyrra hausti. Áætlað er að hefja slátrun 19. ágúst með um 800 kindum og 113% verðhlutfall fyrir dilka. Samfelld slátrun hefst svo 9. september n.k. Breytingar sem nú eru gerðar...

SS greiðir 2,4% viðbót á afurðaverð 2014

SS greiðir 2,4% viðbót á andvirði afurðainnleggs 2014 til bænda 27. febrúar 2015. Í heild nemur viðbótin með virðisaukaskatti 52,4 m.kr. Afkoma SS var góð á árinu 2014. Í samræmi við stefnu félagsins um að tengja saman ávinning bænda af góðum hag SS er með þessum...

Hækkun á hrossakjötsverði til bænda

SS hækkar verð fyrir innlagt hrossakjöt tímabundið um 16% en vöntun er á hrossakjöti til útflutnings.  Hækkunin gildir frá 2. mars 2015. Bændur vinsamlegast hafið samband við sláturhúsið á Selfossi í síma 480 4100. Nánari upplýsingar um...

Dagskrá aðalfundar 20. mars 2015

Auglýsing aðalfundar SS Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund á pdf. formi Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn föstudaginn 20. mars 2015 á Goðalandi  Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.             Dagskrá:                 1.          Setning aðalfundar,...

Afkoma ársins 2014

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti Ársreikningur 2014 á pdf. formi Tekjur ársins 10.628 m.kr. en 10.207 m.kr. árið 2013 433 m.kr. hagnaður á árinu á móti 466 m.kr. árið áður EBITDA afkoma var 950 m.kr. en 1.021 m.kr. árið 2013 Eiginfjárhlutfall 53% í...

Dagatal deildarfunda 2015

Hér er að finna upplýsingar um hvenær og hvar deildarfundir verða haldnir á árinu 2015 Athugið að deildarfundurinn í Daladeild  verður haldinn í Dalakoti sem er breyting frá fyrri tilkynningu.

Yara verðskrá 2014/15 komin út

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2014/15 er komin út.  Verðskráin gildir til 31. desember 2014 en þó með fyrirvara um breytingar á gengi. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða ríkulegur staðgreiðsluafsláttur.  Verðhækkun á áburði Heimsmarkaðsverð á áburði hefur...

Ærfóður SS – NÝTT!

Sláturfélag Suðurlands svf kynnir Ærblöndu SS sem er orkurík kjarnfóðurblanda með 17,2% hráprótein.  Hún er hönnuð fyrir íslenska sauðféð og inniheldur fjölbreytt hréfni með góðan lystugleika. Blandan inniheldur ekki erfðabreytt hráefni! Sjá frekari lýsingu...

Verðlækkun á kjarnfóðri

Sláturfélag Suðurlands svf hefur lækkað verð á öllu tilbúnu kjarnfóðri um 2% Lækkunin tók gildi  frá og með 10. október 2014 Upplýsingar gefur Elías Hartmann í síma 575 6005 Verðlisti 10. október 2014

Verðlækkun á fóðri

Sláturfélag Suðurlands svf hefur lækkað verð á öllu tilbúnu kjarnfóðri um 2%. Lækkunin tók gildi frá og með 15. ágúst 2014. Upplýsingar gefur Elías Hartmann í síma 575 6005.

Afurðaverðskrá sauðfjár 2014

Verðskrá SS fyrir sauðfjárafurðir 2014 er komin út. Nánari upplysingar: Verðskrá 2014 á pdf formi. Nánari upplýsingar um haustslátrun sauðfjár.

Afkoma á fyrri árshelmingi 2014

• Tekjur á fyrri árshelmingi 5.757 m.kr. og aukast um 8% milli ára. • 255 m.kr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 230 m.kr. hagnaður árið áður. • EBITDA afkoma var 532 m.kr. en 524 m.kr. árið áður. • Eigið fé 3.805 m.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 53%....

Jón Þorsteinsson kjötmeistari Íslands

Jón Þorsteinsson verkstjóri vöruþróunar SS hlaut einnig verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjung keppninnar "Salamí camenberti" sem jafnframt hlaut titlana "Besta varan unnin úr hrossa- eða folaldakjöti" og "Besta hráverkaða varan".  Þá hlaut vara Jóns " Grísa Rillette"...

Breyting á tímasetningu deildarfunda

Deildarfundur Snæfells- og Hnappadalsdeildar sem átti að vera föstudaginn 28. febrúar er frestað um viku og verður haldinn föstudaginn 7. mars n.k. kl. 12:00 á Vegamótum. Nánari upplýsingar um deildarfundi 2014.

SS framúrskarandi fyrirtæki 2013

Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fengu bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati miðað við ýmsar lykiltölur og breytur í rekstri. Af 33 þúsund skráðum fyrirtækjum uppfylla 462 fyrirtæki, eða 1,5% fyrirtækja...

Afkoma ársins 2013

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti Ársreikningur 2013 á pdf. formi • Tekjur ársins 10.207 m.kr. en 9.394 m.kr. árið 2012 • 466 m.kr. hagnaður á árinu á móti 463 m.kr. árið áður • EBITDA afkoma var 1.021 m.kr. en 980 m.kr. árið 2012 • Eiginfjárhlutfall...

Hækkun á verði nautgripa til bænda

SS hækkar verð á nautgripum til bænda og gildir hækkunin frá 9. febrúar 2014.. Einstakir flokkar hækka á bilinu 3,3 - 6,8% en vegin hækkun er um 5,5%. Einnig er gerð breyting á þyngdarmörkum í UN úrval og UNI úr 210 kg í 250 kg. Heimtökugjald á nautgripum hækkar úr 78...

Þjónustuslátrun

Bændur athugið að þjónustuslátrun á sauðfé er miðvikudaginn 26. mars 2014. Tekið á móti sláturpöntunum í í sláturhúsinu á Selfossi í síma 480 4100.

Lækkun á kjarnfóðri

Sláturfélag Suðurlands svf lækkar verð á öllu fóðri um 2% og af bætiefnablöndum fyrir kýr um 7% lækkunin tekur gildi frá og með 15. janúar 2014 Upplýsingar gefur Elías Hartmann í síma 575 6005   Kjarnfóðurverðskrá 15. janúar 2014

Ný verðskrá á Yara áburði komin út

Yara hefur birt nýja verðskrá á áburði. Verðskráin gildir til 31. janúar 2014 en þó með fyrirvara um breytingar á gengi.  Yara gaf út verðskrá 29. nóvember s.l. þar sem kynnt var 8 - 12% lækkun á staðgreiðsluverði frá síðasta sölutímabili. Frá því að sú verðskrá...

Verðhlutföll á kindakjöti 2014

SS birtir nú verðhlutföll á kindakjöti fyrir haustið 2014. Ekki eru gerðar miklar breytingar frá fyrra hausti. Áætlað er að hefja slátrun 20. ágúst með um 800 kindum og 113% verðhlutfalli fyrir dilka. Samfelld slátrun hefst svo 10. september....

Svona verður gæðahangikjöt til.

Ísland í dag kíkti í heimsókn í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli. Oddur Árnason verksmiðjustjóri og Benedikt Benediktsson verkstjóri segja okkur hvernig hangikjöt er búið til. Umfjöllun Ísland í dag má sjá hér Jólavörur SS má sjá hér

Yara birtir verðskrá á áburði 2013/14

Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2013/14 er komin út.  Verðskráin gildir til 31. desember 2013 en þó með fyrirvara um breytingar á gengi. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða ríkulegur staðgreiðsluafsláttur.  Mikil verðlækkun á áburði...

Tindfjallahangikjét af 2013 árgerðinni komið á markað

Það ríkir ávallt ákveðin eftirvænting hjá kjötmeisturum SS á Hvolsvelli þegar nýr árgangur af Tindfjallahangikjeti er fullverkaður og settur á markað.  Framleiðsluferlið er flókið og tekur marga mánuðið þar sem fagmennirnir leggja metnað og þekkingu í verkefnið....

Bændafundir SS 5. – 8. nóvember um áburð og kjarnfóður

Fundirnir verða haldnir frá kl. 20:30 - 23:00 Kaffi Egilsstaðir - þriðjudaginn 5. nóvember. Hlíðarbæ, Akureyri - miðvikudaginn 6. nóvember. Hótel Borgarnesi - fimmtudaginn 7. nóvember. Félagsheimilinu Hvoli - föstudaginn 8. nóvember. DAGSKRÁ Steinþór Skúlason,...

SS byggir 1500 fermetra vöruhús í Þorlákshöfn

SS er að hefja byggingu á nýju vöruhúsi á athafnasvæði félagsins í Þorlákshöfn.  Vöruhúsið sem verður 1500 fermetrar að stærð verður notað undir innflutning á áburði.  Nýja vöruhúsið verður kærkomin viðbót við rúmlega 500 fermetra vöruhús sem fyrir...

Afkoma á fyrri árshelmingi 2013

• Tekjur á fyrri árshelmingi 5.351 mkr. og aukast um 9% milli ára. • 230 mkr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 160 mkr. hagnaður árið áður. • EBITDA afkoma var 524 mkr. en 471 mkr. árið áður. • Eigið fé 3.339 mkr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 49%....

SS tekur í notkun tvo nýja vörubíla

Sláturfélag Suðurlands fékk nýverið afhentar tvær Mercedes-Benz vörubifreiðar frá Bílaumboðinu Öskju. Um er að ræða annars vegar 13 tonna Atego bíl með kassa, kæli og lyftu, ætlaðan í útkeyrslu á vörum innan höfuðborgarsvæðisins, sem leysir af hólmi 6 ára gamla Man...

Útboð á sauðfjárflutningum á Vesturlandi

Sláturfélag Suðurlands óskar eftir tilboðum í sauðfjárflutninga af Vesturlandi að sláturhúsi félagsins á Selfossi. Flutningar fara fram með sérbúnum sauðfjárflutningavagni í eigu SS. Verktaki leggur til dráttarbifreið með ökumanni og aðstoðarmanni. Útboðsgögn...

Afurðaverðskrá sauðfjár haustið 2013 og nýtt fréttabréf.

Nýtt fréttabréf er komið út ásamt verðskrá SS á innlögðu kindakjöti haustið 2013. Í fréttabréfinu er m.a. komið inn á endurbætur á starfstöð félagsins á Selfossi, horfur á kjötmarkaði, fyrirkomulagi á haustslátrun og heimtöku.  Einnig fjallað um áburðar- og...

Verðlækkun á hrossakjöti til bænda

Í kjölfar hrossakjötshneykslis í Evrópu hefur orðið umtalsvert verðfall og sölutregða á hrossavinnsluefni á okkar helstu markaðssvæðum. Þetta hefur alvarleg áhrif á afsetningarmöguleika okkar á hrossakjöti, vonandi einungis tímabundið. Því verður ekki hjá því komist...

SS fjárfestir á Suðurlandi

Þessa dagana eru að hefjast umtalsverðar fjárfestingar SS á Suðurlandi en SS er stærsti atvinnurekandi Suðurlands og skapar þar hátt í 400 störf með dótturfélagi sínu Reykjagarði.   Stærsta afurðastöð landsins er stöð SS á Selfossi, sjá meðfylgjandi mynd. Þar...

SS er stoltur styrktaraðili íslenskra ofurhuga.

Fyrr í vetur styrkti SS Vilborgu Örnu sem lauk göngu sinni með glæsibrag til Suðurpólsins. Núna er komið öðrum víkingum að styrkja, en það eru ofurhugarnir Einar Örn, Eyþór, Kjartan og Svanur. Þessir kappar ætla að leggja upp í róður á sérstökum úthafsróðrarbát yfir...

Deildarfundi frestað vegna veðurs

Vegna veðurs er deildarfundi sem halda átti í dag að Laugalandi frestað fram til fimmtudagsins 14. mars n.k. Dagsskrá deildarfunda.