Yara hefur birt nýja verðskrá á áburði.

Verðskráin gildir til 31. janúar 2014 en þó með fyrirvara um breytingar á gengi. 

Yara gaf út verðskrá 29. nóvember s.l. þar sem kynnt var 8 – 12% lækkun á staðgreiðsluverði frá síðasta sölutímabili. Frá því að sú verðskrá var gefin út hefur heimsmarkaðsverð á áburði hækkað umtalsvert, sérstaklega þó köfnunarefnisáburður en einnig NPK áburður. Af þessum sökum verður ekki hjá því komist að hækka verð á áburði. Staðgreiðsluverð hækkar um 1,8% og greiðsludreifingarverð um 0,5% auk þess sem 1000 kr/t á flutningstilboð fellur niður sem vegur sem  1 – 3% verðhækkun eftir flutningsvegalengd. 

Nánari upplýsingar á www.yara.is